Hlín - 01.01.1919, Side 19
Hlín
19
Honum hefur líka hepnast prýðilega ljóslækningar við
ýmsa útvortis berkla, eins og lesa má eftir hann í Lækna-
blaðinu.
I Reykjavík hefur einnig verið stofnuð lækningastofa
af landsfje, undir l'orustu Gunnlaugs Claessens læknis,
og er hún í sambandi við Röntgengeislastofuna. — Sjúkl-
ingar hafa einnig hjá honuin fengið ágæta rneina bót.
Almenningi er þegar orðið kunnugt, hve geislar eru
nauðsynlegir til lækninga, og tilfinnanlegur er sá kostn-
aður, sem af því leiðir fyrir sjúklinga hjer nyrðra, að
þurfa að sendast þá löngu leið til Reykjavíkur og Vífil-
staða til þessara læknisdóma. Og þar að auk er aðsókn-
in þar svo rnikil, að margir verða að bíða sjer í óhag, áður
en þeir geti komist að.
Samband norðlenskra kvenna hefur gengist fyrir sam-
skotum til berklahælis hjer nyrðra og til geislalækninga-
tækja við Akureyrarspítalann. Á einu ári hefur árangur-
inn orðið sá, að til berklahælisins hafa safnast milli 20
og 30 þús. krónur og til geislalækninganna hátt á 7.
þúsund, og má það lieita rösklega af stað farið og sig-
urvænlega fyrir bæði fyrirtækin. Hvað berklahælið snert-
ir, þarf ennþá ógrynni fjár, svo að því miður er líklega
langt í land, að það komist upp í þeirri mynd, sem flestir
óska, nfl. sem fullkomið nýtískuhæli, á borð við heilsu-
liælið syðra, ef ekki betra. En hvað geislalækningarnar
snertir, þá eru nú, fyrir dugnað kvenfólksins og örlæti
nokkurra manna, ('sem í viðbót við áðurnefnda upphæð
hafa gefið rúmlega 5000 krónur), því máli svo vel á veg
komið, að spítalanefndin hefur þegar pantað rafmagns-
mótor og ljóslækningatæki handa spítalanum. Og nú er
verið að undirbúa móttöku þessara áhalda og raflýsingu
spítalans, svo að hægt verði að byrja ljóslækningar inn-
an skamms. Ennfremur hefur Alþingi veitt fje til að
kaupa fyrir Röntgentæki, svo að von er til, að þau komi
einnigá næsta ári. ('Röntgengeijlatækin eru sumpart til að
2*