Hlín - 01.01.1919, Qupperneq 20
20
Hlin
lýsa með gegnum líkamann, til þess að komast fyrir upp-
tök og orsakir ýmsra sjúkdóma, og sumpart til að lækna
með krabbamein og aðra sjúkdóma. Líklega kosta þessi
áhöld ekki minna en 40 þúsundir króna.)
Akureyri, 20. sept. 1919.
S. Matthiasson.
Garðyrkja.
Rabarbari (Rlieurn).
Rabarbaraplantan telst til súruættarinnar. Túnsúran og
Olafssúran eru nákomnir Irændur hennar. Upprunalega
var rabarbarinn vilt jurt austur í Asíu, og frá henni eru
ræktuðu afbrigðin runnin. Rabarbarinn á tiltölulega
stutta sögu sem ræktuð planta. í Noregi er ekki getið um
ræktun hennar fyr en um 1840. Því miður er rnjer ekki
kunnugt um, hvenær lnin fluttist hingað' til lands.
Margir telja rabarbaraplöntuna svo barðgerða og auð-
ræktaða, að hún geti þrifist allstaðar, þar sem menn
búa. Þó það sje ef til vill ofsagt, má þó segja, að all-
vel hafi tekist að rækta hana lijer hjá oss, og mætti þó
betur vera, ef þekking væri meiri og almennari í þess-
um efnum.
Notkun rabarbara hefur stórum aukist nú á síðustu ár-
um. Ræð jeg það meðál annars af því, hvað eftirspurnin
hefur aukist. Sumarið 1915 voru seld hjeðan úr Gróðrar-
stöðinni 20 kg. af rabarbara, en sumarið 1919 á sjcitta
hundrað kg., og þó ekki fullnægt nálægt því öllum.
Þau afbrigði, sem alment eru ræktuð hjer, heita Vic-