Hlín - 01.01.1919, Side 24
24
Hlín
ódýr fæða vegna þess, hve mikið þarf af sykri til að bæta
hana með. — Vafalanst er enn mikið ábótavanfe með rækt-
unina. Umbæturnar þurfa að miða í þá átt, að draga úr
áhrifum sýranna.
Sumir matreiðá ung blöð af rabarbara sem spínat, og
óþroskaða blómknappa hef jeg vitað notaða til matar á
svipaðan hátt og blómkál.
Guðr. Þ. Björnsdóttir.
Lystigarður Akureyrar.
Blórna- og matjurtasýning hin fyrsta d íslandi.
„Hvað þykir þjer fegurst hjer á Akumreyri?" spurði
jeg ókunnan ferðalang, sem heimsótti bæinn síðastliðið
sumar. — Hann var seinn til svars, en loks mælti hann
með glettnislegu brosi: „Jeg þekki Akureyri lítið — sjálf-
sagt hefur hún eitthvað til síns ágætis, eins og allir aðrir
kaupstaðir, — bæjarlífið virðist mjer að rnuni vera líkt
og í höll Þyrnirósu forðum. — En í alvöru talað finst
mjer garðarnir hjer vera fallegri en jeg hef sjeð nokkurs-
staðar hjerlendis. — Þeir eru til stórprýði fyrir bæinn
ykkar.“
Þannig mælti þessi víðförli ferðamaður, og líkt mæla
margir þeir, er Akureyri gista að sumrinu — garðarnir
eru eitt af því fyrsta, sem vekur eftirtekt þeirra, sem er
og mjög eðlilegt.
Hver mun orsökin vera, ef þetta er rjett, að hjer sjeu
fallegri garðar en annarsstaðar á landinu?
Fyrir tiltölulega fáum árum voru garðárnir hjer miklu
minni og færri en þeir eru nú. Þá sást varla trjá- eða
blómagarður. — En eftir stofnun Ræktunarfjelags Norð-
urlands, og þegar jrað fjelag hafði stofnsett Gróðrarstöð-
ina og Trjáræktarstöðina, fóru augu manna að ojmast
fyrir þeirri nytsemi og prýði, sem er að vel hirtum og
hyggilega gerðum görðum.