Hlín - 01.01.1919, Síða 25

Hlín - 01.01.1919, Síða 25
Hlin 25 Næstu árin á eftir fór trjárækt og blómarækt talsvert í vöxt hjer í bænum — og er það því ekki neinum efa bundið, að’ mikið rná þakka það Ræktunarfjelaginu, ef garðarnir hjer eiga hrós skilið. — Nú eru margir garðar einstakra manna lijer prýðis- fallegir og vel hirtir, og eigendum sínum til sóma, um leið og þeir eru þeim til yndis og ánægju. En þessir garðar eru, og verða altaf, sem lokuð paradís fyrir al- menningi, sem ekki hefur efni nje ástæður til að eiga skrúðgarða, og verður því að fara á mis við þá hollu ánægju, sem það veitir að dvelja í frístundum sínum und- ir ljeru lofti í sólskini og blómaangan. betta hafa konur Akureyrar sjeð og skilið, þegar þær tóku saman ráð sín árið 1910 og sögðu: „Bærinn þarf að eignast stóran skemtigarð, þar sem öllurn er leyft að dvelja í hvenær sem er.“ í því augnamiði að lninda máli þessu áleiðis, stofnuðu nokkrir Akureyringar hið svo- nefnda „Lystagarðsfjelag Akureyrar“ árið 1910. Ekki er hægt annað að segja en fjelagi þessu væri vel tekið al' bæjarbúum. Bæjarstjórnin lagði til land undir liinn fyrirhugaða Lystigarð á góðum stað í svonefndu Eyrarlandstúni, og var sá blettur um 3 dagsláttur. Nú var tekið til starfa. Blettur þessi var girtur, — mældur sundur í beð og reiti. Daginn út og daginn inn var plægt og herfað, sáð og vökvað, trjám og blónt- plöntum var plantað í lumdraða tali, og altaf unnu marg- ar af fjelgskonum í garðinum heila og hálfa dagana, enda komst mikið í verk fyrsta vorið, — þá var álniginn líka niestur. Síðan lvefur verið unnið í garðinum á hverju vori meira og minna, eftir því sem efni leyfðu. — Ejelagið var fátækt, byrjaði ekki með annan sjóð en áhuga og ósjerplægni forgöngukvenna málsins. Um nokkur ár naut fjelagið styrks úr Ræktunarsjóði Eriðriks konungs 8., en sá litli styrkur var ekki fullnægjandi, svo fjelagið hefur við og við orðið að halda samkomur til að auka sjóð

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.