Hlín - 01.01.1919, Side 31

Hlín - 01.01.1919, Side 31
Hlin 31 Stúklurnar greiddu 35—50 aura á haustin fyrir nálar, tvinna ,þræðigarn, títuprjóna, stoppgarn o. fl. Þær höfðu einungis með sjer kassa, fingurbjörg, nálakodda og klút um saumana. Börnin höfðu öll með sjer vinnu heim; fengu í kenslu- stundunum leiðbeiningu við það vandasamsta. Má kenn- arinn hafa sig allan við, ef hann á 2 stundum á að geta útbúið 10—20 stúlkubörn, t. d. með dálitla heimavinnu í prjóni, saumum og lrekli. Þessi 3 verkefni höfðu stúlk- urnar oft til vikunnar með sjer heim. — Það gerir ekki nema æfður kennari svo vel sje. Lítið var sett fyrir, en meira unnið, ef ekki stóð á tilsögn. Hannyrðir voru engar kendar, en stúlkunum lofað að merkja flíkur, sem þær saumuðu. Útprjón fengu þær að læra í efstu deildum, er þær liöfðu prjónað vettlinga, sokka o. fl. Inniskó með leðurbotnum saumuðu sumar stúlkurnar handa sjer og fólki sínu. Þótti þeim það þrekvirki mikið og voru hissa á, að þær skyldu geta þetta, en sigursæll er góður vilji. Við föt sín gerðu þær oft, stoppuðu og bættu svuntur sínar og kjóla, féstu hanka og hnappa í kápur sínar, saumuðú upp hnappagöt, stoppuðu í þær og pressuðu að lokum. Undruðust þær þá búningsbót. Ef drengir rifu föt sín í skólanum, var buran jafnskjótt send í srniðju til stúlknanna og sáust þá lítil vegsum- merki. Drengirnir lagfærðu stundum muni, senr gengu af sjer í skólanum, og þóttust þá ekki litlir rnenn. Bókasafn skól- ans tóku þeir til aðgerðar og lagfærðu það furðu vel; fóru líka betur með bækurnar eftir en áður. Þeir áttu ofurlítið við einfaldasta bókband, gerðu sjer möppur um skrifföng sín og blöð. Ýmsa muni ge*ðu þeir, sem notaðir voru til vinagjafa handa fjarlægum ættingjum; hef jeg rekist á þá í stofunr til og frá um Norðurland.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.