Hlín - 01.01.1919, Page 35
Hlin
35
í. Skinnið þarf að vera niðri í 3—4 dægur, þá tekið upp
úr og þurkað holdrosamegin, lielst við sólarhita. Hann
brennir fitu úr skinninu og herðir það. Endurtaka aðferð
þessa þrisvar sinnum, og oftar á leðri ('stórgripahúðum)
og á því skinni, sem nýtt er og ólitað af blásteini áður.
Öll ný skinn, er geymast til heimanotkunar, ætti að blá-
steinslita strax, og lrelst geyma þau árið yfir í eldhúsi.
Þannig undirbúin taka þau best sortulyngslitnum.
Hella verður við og við sjóðandi vatni á lyngið, svo
lögurinn haldist jafnmikill, en auðvitað mega þá ekki
skinn liggja niðri í. Æfing og eftirtekt kennir best, hve-
nær þörf er á að skifta um lyng. Varast má að nota það
ílát undir sortulyngslög, er saltað hefur verið í áður.
Eirlitur.
Eirplata er lögð i keytu fstækt þvag) og látin liggja
eitt dægur, þá nudduð út i löginn. Þetta er endurtekið
þar til litarbreyting sjest á keytunni; setja má þá skinn-
in ofan í, en varast má að þau liggi lengur en eitt til
tvö dægur; að öðru leyti er aðferðin sama og við sortu-
lyngslit. Fer eftir þykt sauðskinns eða leðurs, hve oft
þetta er endurtekið. Betra að lita lint en sterkt, því þessi
litur brennir, ef um of er.
Líka má sverfa af eirplötu og láta svarlið í keytuna
og hræra það þá upp, í staðinn fyrir að nudda. Einnig
má Itleyta skinnið í keytu og bera eirsvarfið í leðrið og
láta það liggja jrannig einn eða tvo daga. Mismunandi
mikið skal bera í, eftir þykt leðursins; athuga vel að ekki
sje ofmikið af áðursögðum ástæðum.
Margrjet Simonardóttir,
Brimnesi.
3*
L