Hlín - 01.01.1919, Side 38

Hlín - 01.01.1919, Side 38
38 Hlin á klukku, vita ekki hvað skeði á hátíðum o. m. fl., sem hvert tíu ára gamalt barn ætti að vita. Þau eru óvön að athuga orsakir og aileiðingar einföldustu fyrirbrigða, sem þau verða vör við daglega; að jeg ekki tali um, hvað liugsanir þeirra og skoðanir eru oft óheilbrigðar. Margt fleira mætti te'lja upp, en þetta virðist mjer nóg til þess að sýna, hvað andlegt uppeldi margra barna er gersam- lega vanrækt. Flestum foreldrum er ljóst, hvaða fæðutegundir börn- unum eru nauðsynlegar til Jress að þau geti vaxið og náð sæmilegum líkamskröftum. Um það hefur líka verið rætt og ritað nokkuð hjer á landi. Öðru máli er að gegna um andlegu fæðuna, sem börnunum er boðin. Hún er oft bæði 'lítil og kostafá. Foreldrarnir eiga ekki hægt um vik með að fá leiðbeiningar í Jrví efni. Lítið hefur verið ritað um barnauppeldi á íslensku og engir fyrirlestrar haldnir í uppeldislræði. Uppeldisfræði er ekki kend nema í einum skóla á landinu, en ýmsa hef jeg heyrt segja, sem verið hafa á Jreim skóla, að þeim hafi engin námsgrein fundist jafn hugðnæin og göfgandi sem hún. En jæir eru tiltöhdega fáir, sent þessarar fræðslu njóta, svo áhrila Jieirra gætir lítið. Flestum stendur opin leið að Jrví, að verða feður og mæður, og um leið að takast á hendur þær erfiðustu og vandasömustu skyldúr, sem eru foreldraskyldurnar. Langflestir verða svo algerlega óundirbúnir að byrja upp- eldisstarfið. Fyrir löngu hala menn sjeð að nauðsyn bæri til J>ess að þekkja eðli og lífsskilyrði húsdýra sinna og liaga meðferð þeirra eftir J>ví, svo þau gætu orðið sem þroskamest og hægt sje að gera til þeirra sein hæstar kröfur. Því skyldu menn svo seinir að sjá, að ekki er síður nauðsyn að vekja athygli manna á, að hver sá, sem hefur börn undir hendi, verður að leitast við að ]>ekkja þau nákvæmlega og alt það, er verða má til þess að göfga þau og þroska á allan hátt. Þessu verður að míntt á'liti ekki náð nemá með aukinni uppeldisfræðslu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.