Hlín - 01.01.1919, Qupperneq 42
42
Hlín
lendum blöðum; vonandi tekst henni, að gera föður-
landi sínu sóma með list sinni. En jeg veit aðeins um
eina íslenska konu, sem hefur getið sjer orðstír utan-
lands, svo nafni liennar sje haldið á lofti bæði í ræðu og
riti. Það er Ólafía Jóhannsdóttir.
Það er því ekki margt að segja frá utanferðum ís-
lenskra kvenna til landa hjer í álfu. — Sjálfsagt væri hægt
að segja rnargt frá íslenskum konurn í Vesturheimi, en
saga þeirra er mjer ókunn.
Það er gott að fara utan, el það fólk, sem siglir, hef-
ur bæði vit og dugnað til þess að læra eitthvað og hag-
ar sjer sómasamlega; en ekki megum við gleynia því
að margar af hinum ágætustu sómakonum íslands hafa
ekki átt þess kost, að iara til annara landa, og hafa þó
gert ættjörð sinni mikið meira gagn en margar af þeim,
sem hafa sigjlt.
Jeg er sammála því, sem Kristbjörg Jóntansdóttir
segir í hinu skemtilega ferðabrjefi sínu „Frá Skotlandi"
("Hlín I), að óskandi væri, að sem flestar íslenskar stúlk-
ur ættu kost á því að búa um tírna á fallegu heimili
utanlands. En þó verð jeg að játa, að þrátt fyrir það,
að jeg hef dvalið þriðjung æfi minnar í öðrum löndum,
og þótt jeg viti vel að mikið vanti á, að íslensku heim-
i'lin sjeu svo falleg utan og innan, eins og þau ættu að
vera, þá finst mjer þó — getur verið að fjarlægðin geri
mjer sjónhverfingar — að ekkert sje svo yndislegt og huga
mínum jafn lijartfólgið og góðu, gamaldagslegu, íslensku
sveitaheimilin.
Ingibjörg Ólafsson
(ferðafulltrúi K. F. U. K. í Danmörku).
Skólar.
Það ber ekki sjaldan við, að ungar stúlkur, sem hafa
utanferðir í huga, spyrjast fyrir um skóla erlendis: hús-