Hlín - 01.01.1919, Side 43
Hlin
43
stjórnarskóla, heimilisiðnaðarskóla, garðyrkjuskóla o. s.
frv.
Það er nokkur vandi að gefa upplýsingar um þessi efni.
Verklegu skólarnir útlendu eru flestir, ef ekki allir, að
meira eða minna leyti óhentugir fyrir okkur íslendinga.
Þeir leggja, eins og gefur að skilja, alla áherslu á, að
samsvara sem best sjerkröfum sinnar þjóðar og síns
lands. Þar er því ýmislegt kent, sem ekki er nothæft
lijer á landi, en sitthvað vantar aftur, sem brýn þörf er
á að kunna hjer. Auk þess hlýtur það að draga úr fram-
förum, einkum' framan af, að staðhættir, siðir og nrál
er allólíkt því, sem nemandinn hefur átt að venjast, en
námstíminn svo stuttur, að ekki má við töfum. Þá er
vitanlega ekki hægt að byggja á þekkingu nemenda eða
reynslu, sem þó er svo nauðsynlegt við a'lla kenslu. Kenn-
arinn er þar alókunnugur, þekkir ekki þau lífsskilyrði,
sem nemandinn á við að búa, og getur þar af leiðándi
síður búið hann undir það starf, sem hann á að takast á
hendur.
Oss dylst ekki, að eigi námið í útlendu skólunum að
verða að góðu gagni, verður nemandinn, er hann fer að
notfæra sjer lærdónrinn síðar, að geta samlagað það út-
lenda við Irið íslenska, að svo miklu leyti, senr það á
við hjer, lagað það eftir okkar þörfum, gert það í besta
máta þjóðlegt, en til þess þarf hann að vera vel þroskaður
og mentaður, og námstíminn í útlendu skólunum að vera
lengri en alment gerist lijá íslenskum stúlkum.
Fjöldinn allur af stúlkum siglir árlega til að nrentast
einnig í nefndum fræðunr. Ófriðurinn hefti för margra,
en nú byrjar straumurinn aftur. Eflaust bera margar
nrentun og menningu úr býtum frá ferðunr þessum, en
hætt er þó við, að ekki verði þar allar ferðir til fjár.
Stafar það oftar af ókunnugleika hlutaðeigenda eða
stefnuleysi' en af gjálífi og eyðslusenri. Oft eru stúlk-
urnar líka lítt mentaðar, ungar og óþroskaðar; ættu því
fremur að leita sjer mentunar innanlands én utan, og