Hlín - 01.01.1919, Page 47

Hlín - 01.01.1919, Page 47
Hlin 47 um, konurnar eru þar jafnvel í meiri hluta. Fái ekki ís- lenskar konur atkvæði um þessi mál, er það rænuleysi þeirra sjálfra að kenna og samtakaleysi. Við. þurfum að reka af okkur það sliðruorð, að við getum ekki unt með- systrum okkar frama eða frægðar; það er merki þroskaleys- is og þröngsýnis. Það er gleðilegt tímanna tákn, hve mikill áhugi er vaknaður fyrir verklega náminu og uppeldismálunum. Fjöldi erlendra kvennaskóla liafa nú uppeldisfræði efst á dagskrá sinni. Stundum eru skólarnir reistir nærri barnahælum, stundum er dálítil barnadeild við skólann, svo nemendunum gefist færi á að læra meðferð ung- barna og uppeldi yfir höfuð. Samband norskra kvenfjelaga samþykti nýlega áskorun til stjórnarvaldanna um að velja nefnd, er kæmi fram með tillögur um tilhögun á skyldunámi fyrir allar ungar stúlkur í heimilisverkum og maðrastörfum (husstel og mödrefag). Þessu máli hefur oft verið hreyft erlendis, en hefur beð- ið umbótatímanna, sem í hönd fara, með framkvæmdir. Að lokum skal lijer bent á nokkra skóla í nærliggj- andi öndum, sem vjer þekkjum besta á þessu sviði. Hefðu kennarar eflaust gott gagn af að kynnast þeim og dvelja þar um tíma, þó ekki liefðu þeir ástæður til að stunda þar nám til fullnustu. í Noregi: Norsk husflidsskole, Blaker, Romerike. Statens lærerindeskole i husstel, Stabæk. Smaabrukerlærerskolen, Sem, Asker (allir í sveit nærri Kristjaníu). Frk. Bengtsons væveskole, Nordal Bruunsgade, Krist- janíu. Hjeltnes liavebruksskole for kvinder, Hardanger. í Danmörku: Husholdningsseminariet „Ankerhus", Sorö.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.