Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 58
58
Hlín
urnar. Þær persónulegu hliðar lífsins, sem engum um-
bótum hafa tekið, snúa allar að þessu gamla, óendur-
bætta heimilisfyrirkomulagi. Um leið og heimilin verða
hafin á sama þroskastig og aðrar opinberar stofnanir,
mun okkar eigin heilbrigði og hamingja komast á sama
stig og heimsmenningin.
Skylda okkar er að stuðla að framförum mannkynsins.
Mannkærleikurinn er ekki aðeins draumur trúarbragð-
anna, heldur náttúrulögmál. Þegar menn venjast á að
vinna í samfjelagi við aðra, þroskast þeir út á við, þann-
ig að þeir vilja heill fjöldans. Með'því rnóti þroskast
fjelagsandinn. Það er þvert á móti anda heimilisins, því
heimilisþarfirnar krefjast persónulegrar þjónustu.
Karlmaðurinn hefur meiri fjelagslegan þroska eti kon-
an. Þessi þroskavöntun hjá konunni háir andlegum vexti
karlmannsins og heldur honum niðri.
Maðurinn og konan í sameiningu, laus við búksorgir,
geta unnið meira og betur í þarfir þjóðfjelagsins en þau
geta nú eins og ástatt er.
Aður var konan lokuð inni á heimilinu, hafði ekkert
l’yrir stafni annað en að ala börn, búa til mat og vinna
að heimilisiðnaði. Þetta hefur breyst á síðustu öld.
Aldrei fyr í veraldarsögunni hefur nokkur stjett manna
tekið jafnmiklum framförum á ekki lengri tíma.
Frá því að vera óntentuð húsmóðir til skólaforstöðu
við æðri skóla er langt skref, en það hefur hún tekið.
Frá því að vera peningalaus, upp á aðra komin, hefur
hún órðið kaupsýslukona, sem vinnur fyrir öðrum, og
svo mætti lengi tel ja.
Þetta er mikið tímanna tákn, en almenningur hefur
ekki komið auga á það fyrirbrigði. Karlmennirnir óskuðu
ekki eftir þessari breytingu og liafa róið á móti öllum
árum, sömuleiðis margar konur, sem ekki liafa hugsað
út í þetta.
Á heimilunum sjálfum eru þegar orðnar nokkrar breyt-
ingar til bóta; mikið af því, sem unnið var þar áður,