Hlín - 01.01.1919, Side 62

Hlín - 01.01.1919, Side 62
G2 Hlin auðvitað í samræmi við þann titil, sem karlmenn liafa, því „herra“ er útlent orð, og það fremur leiðinlegt, en skemtilegra væri að titill sá, er karlmenn og kvenmenn liafa, væri íslenskur. Það eru oft hálfgerð vandræði með titil á sumt kven- fólk eins og nú er, og því er full nauðsyn á því, að tekinn sje upp sameiginlegur titill, sem gæti að minsta kosti átt við alt ógift kvenfólk, en svo mætti gjarnan vera annar titill fyrir giftar konur. Það er hentugra, að giftar konur hafi annan titil en ógiftar, sjerstaklega þar sem ættarnöfn- in eru orðin svona tíð. En gift kona, er hefur ættarnafn, hefur sama eiginheiti eins og dóttir hennar, og ef titillinn væri sá sami, þá væri ómögulegt að vita, livort brjef væri til móðurinnar eða dótturinnar. Ef „frú“ væri sameiginlegur titill fyrir gift og ógift kvenfólk, þá gæti „frú Laxdal“ bæði verið hús- freyjan og dóttirin. Frú er líka búið að fá ákveðna merk- ingu, og er haft um giftar konur. Jeg álít heppilegast að allar ógiftar stúlkur væru skrif- aðar „fréyjur“; það er forn og góð íslenska, og þess utan fallegt og stutt orð. Fyrir rúmum tuttugu árum tók jeg upp á því, að skrifa systur mínar „freyjur“ á þeim brjefum, sem jeg skrifaði þeim, en þorði þá ekki, nje heldur síðar, að titla aðrar stúlkur þannig. Vildi jeg þá að titill þessi væii tekinn upp, en fjekk fáa til þess. Giftar konur ættu þá allar að hafa titilinn húsfreyjur, og eins þó að þær væru orðnar ekkjur. Ameríkumenn og Englendingar hafa „miss“ um allar ógiftar stúlkur, yngri og eldri, og „mrs.“ um giftar kon- ur og ekkjur, og linst mjer það mjög viðfeldið. Svipað yrði þetta þá eftir minni tillögu, ef ógiftar stúlkur væru skrifaðar „freyjur” oggiftar konur „húsfreyjur". Mjer þætti æskilegt, að Hlín vildi beitast fyrir því, að „húsfreyja" og ,,freyja“ væru tekin sem titill á giftar og

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.