Hlín - 01.01.1919, Qupperneq 65
Hlin
65
Svo kemur hjegómagirnin til sögunnar hjá kvenfólk-
inu sjálfu, og auðmýktin og hógværðin á liina hliðina.
Hjón, sem flytjast í kaupstað eða sjávarþorp, þykjast
varla standa öðrum borgurum bæjarins jafnfætis, ef kon-
an er ekki þegar skrifuð og ávörpuð: frú. En sveitakon-
unum finst of ,,fínt“ fyrir sig að heita „frúr“ og halda
að það sje gert í skopi. Hvað á öll þessi flokkaskifting
að þýða? Við höfum heimtað jafnrjetti, og ættum þá að
stuðla að jafnrjetti innbyrðis. Við erum allar íslenskar
konur og viðurkendar sem sjálfstæðir borgarar þjóðfje-
lagsins, hvort sem við erum giftar eða ógiftar, ungar eða
aldraðár, hvort sem við búutn í stórhýsum, sjóbúðum
eða sveitabaðstofum, og hvaða störfum sem við gegnum
um dagana. Það er oft ilt verk og óþarft, að stirnpla okkur
eftir því, eins og gert hefur verið.
Mörgum finst, að nauðsynlega þurfi þó að greina í
sundur giftar og ógiftar konur, og heyrt hef jeg menn
nefna til orða ,,freyja“ ylir allar þær ógiftu. A meðan
að það var konunnar mikla lífsskilyrði, eina markmið,
að vera gift kona, „manni gefin“, þá gat slík greining
þótt nauðsynlegri íyrir konur en karlmenn. En nú er
það orðin föst málvenja, að jafnt karlar sem konur „gifti“
sig. Því þarf þá ávarpstitill kvenna að breytast við það
fremur en karlmanna? Orðið ,,freyja“ verð'ur heldúr aldr-
ei svo munntamt, að almenningur geti notað það sem
ávarp. Og slík orð er gagnslaust að vilja lögleiða. Nei. Ef
ógiftar konur þurfa að hafa sjerstakan titil, verður það
„fröken“, sem flestir munu grípa til og altaf er liægt að
notast við. F.'i'i það er, og hefur altaf verið, hneyksli í ís-
lensku máli. Við ættum allar að vera samhuga um, að út-
rýma orðinu „fröken“ úr málinu, en okkur mun reynast
það algerlega ofurefli, meðan ekki er til einn sameigin-
legur titill, jafnt fyrir giftar og ógiftar konur.
Frú er stutt, máltamt, íslenskt ávarp, og þó það hafi
verið notað yfir vissan flokk giftra kvenna, þá er það