Hlín - 01.01.1919, Síða 71
Hlin
71
i
livern hátt, þá kom óðara þessi spurning: „Gefur ekki
þessi maður ofmikið fyrir pípuna sína?“ En pípan getur
merkt svo margt; það getur verið fyrsta gangan á gilda-
skálann, að spilaborðinu, fyrsti fjelagsskapurinn við
gróðabrallsmanninn, lyrsta freyjusporið í öfuga átt, með
freyjufár og „upplitaða ást“ í eftirdragi, og ótal margt
fleira getur það verið, sem menn borga altof dýrt, miðað
við gildi þess og ánægjuna, sem það -veitir. — En jeg get
ekki annað en hugsað stundum um það, að margur
mundi athuga betur sinn g'ang, ef hann gerði sjer það
ljóst, að ýmislegt, sem hann vonaði og treysti að væri
vandlega í myrkrunum hulið, það stendur þá skrifað
með skýru letri í glaða sólskininu utan á hans eigið
skinn! — Já, „það er lleira milli himins og jarðar en
heimspekina okkar dreymir um,“ og margt af því væri
gaman að geta brotið til mergjar betur en er, en skortur
á tíma og þekkingu hamlar því.
Svo vil jeg að endingu mega óska íslensku kvenþjóð-
inni þess, að sá verði lófinn betri, er hún mótar sjálf,
þegar fram líða stundir, hversu góður sem stofninn er.
Þá er hún „á framtíðarvegi".
Þórunn Richardsd. Sivertsen,
Höfn, Borgarfjarðarsýslu.
Tvær systur.
Eftir Jóhann Sigurjónsson.
Snemma í morgun heyrði jeg samtal lyrir utan glugg-
an minn. Mjer fanst jeg þekkja hvorntveggja málróm-