Hlín - 01.01.1920, Page 8

Hlín - 01.01.1920, Page 8
8 Hlin IV. Garðyrkja og trjárækt. (A.). Tillaga samþykt svohljóðandi: Fundurinn skorar fastlega á öll kvenljelög á Norður- landi, að hafa garðyrkju- og trjáræktarmálið á dagskrá sinni, að þau velji vel hæfar konur til garðyrkjunáms í Gróðrarstöð Ræktunarfjelagsins á Akureyri, sjái þeim fyrir nokkrum námsstyrk og tryggi þeim atvinnu að náminu loknu. (B.). Fundurinn skorar á Ræktunaríjelag Nprðurlands að gera eftir föngum tilraunir með frærækt á trjám, mat- jurtum og blómum, þar eð útlent fræ oftlega mishepn- ast af ýmsum ástæðum. Rætt var um ræktun garða í stórum stíl, þar sem jarð- hiti er fyrir hendi; talið vel viðeigandi, að konur, sem numið hafa garðyrkju, tækju að sjer ræktun á þeim stöðum. V. Landssamband. Lesið var upp brjef frá Bandalagi kvenna, Reykjavík, þar sem það óskar, að S. N. K. ásamt öðrum kvenfjelög- um landsins myndi landssamband, er gangi í Alheims- bandalag kvenna. Fundurinn sá sjer ekki fært. að sam- þykkja þátttöku að sinni, sjerstaklega sökum áostnaðar, er stafaði af sendingu fulltrúa í aðra landsfjórðunga. — S. N. K. vill leggja alt kapp á það á næstu árum að koma á stofn kvenfjelögum sem víðast á íslandi og kvenfjelaga- samböndum í sýslunum og fjórðunguniim, og telur það tryggja undirstöðu landssambands. Fundi lrestað Lil næsta dags. Laugardaginn 26. júní var fundinum haldið áfram. VI. IðnaÖarmál. Mikið var rætt um vjelaiðnað í sambandi við tóskap- inn. Óttuðust sumir, að hann náundi spilla hinum fínni handtóskap; fundarkonur voru á eitt sáttar um, að svo mætti ekki verða.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.