Hlín - 01.01.1920, Page 9
Tillögur: (A.). Samþykt að skora á milliþinganefnd-
ina í fræðslumálunum að leggja til, að handavinna verði
lögskipuð námsgrein í barna- og unglingaskólum lands-
ins, og kennurum verði sjeð fyrir góðri fræðslu í þeirri
námsgrein.
(B.). Samþykt að skora á landsstjórnina að leggja til,
að lögskipað verði mat á prjónlesi eigi síður en á öðrum
íslenskum afurðum.
(C.). Fundurinn er því samþykkur að heita verðlaun-
um lyrir bestu fyrirmynd að íslenskri skógerð, sem sje
hentug einkuni við útivinnu. Sömuleiðis skorar fund-
urinn á iðnfjelög að gangast fyrir að haldin sjeu náms-
skeið í bæjunum, sem kenni aðgerð á skórn, svo að
hvert heimili geti bjargað sjer í því efni.
(D.). Fundurinn leggur til, að S. N. K. reyni að fá
hæfan mann til að smíða vefstóla sem hentugasta, besta
og ódýrasta að kostur er á.
VII. Uppeldismál.
Samþykt að senda milliþinganefndinni, sem fjallar um
fræðslumálin, áskorun um að leggja til, að uppeldisfræði
verði kend í öllum skólum landsins, sem fullorðnir menn
sækja. Umræðurnar sýndu, að uppeldismálin eru konun-
um mikið áliugamál, og er það góðs viti.
VIII. Lagabreyting urn greiðslu á Sambandssjóðsgjaldi.
Fundurinn vill. að svohljóðandi viðauki komi við 8.
grein fjelagslaganna: Sem greiðist á aðalfundi ár hvert.
IX. Reikningar lesnir upp og samþyktir.
X. Stjórn S. N. K. endurkosin.
Fundinum barst heillaóskaskeyti frá Kvenfjelagi Húsa-
víkur.
Iðnfjelag Sauðárkróks hafði hjeraðssýningu á iðnaði
26. og 27. júní. Skoðuðu fundarkonur sýninguna sjer til
hinnar mestu ánægju.