Hlín - 01.01.1920, Side 10
10
Hlin
Hið Skagfirska kvenfjelag, Sauðárkróki, hafði fulltrú-
ana í boði hjá sjer að kvöldi þess 27. júní; sátu menn þar
í góðum fagnaði fram eftir kvöldinu.
Halldóra Bjarnadóttir
fundarstjóri.
Sigríður Þorláksdóttir, Margrjet Jóséfsdóttir
ritarar.
»HIín«.
Ársrit S. N. K.
,,Hlín“ hefur verið svo lánsöm að koma sjer vel við
íslenskar konur. Vonandi er það merki þess, að þær láti
sjer ant um þau málefni, sem ritið beitist fyrir. Það er
ósk vor og von, að fjelagsskapur og ijelagslund aukist
og eílist meðal íslenskra kvenna, að þeim megi sem allra
flestum verða það ljóst, hve feikna miklu góðu þær geta
komið til leiðar með samtökum, þótt liver einstaklingur
megni lítið. Konurnar þurfa að vera vel vakandi á þess-
um tímum. Allar leiðir standa þeim nú opnar, einungis
að vit og vilji sje til að velja þær rjettu.
Útsölukonur „Hlínar“ og aðrir stuðningsmenn eiga
bestu þakkir skildar fyrir útbreiðslu ritsins. Flestir gera
það endurgjaldslaust. Þeim er það því mest að þakka,
að verð ritsins getur haldist óbreytt, þrátt fyrir óaldar-
dýrtíð á prentun og pappír. Útgefanda var það ljóst, að
annað hvort varð að gera: liækka verðið urn helming,
eða nota lakari pappír, og var það ráð tekið. Að öllu
sjálfráðu verður hægt að bæta kaupendum það upp síð-