Hlín - 01.01.1920, Qupperneq 17
Hlín
17
liðugt, þá er best að því miði skref fyrir skref, jafnt og
þjett, til þess að alt megi verða sljett og felt alt frá horn-
steini til rnænis.
15. 10. 1920.
J. Rafnar.
Konumar og híbýlamálið.
„Heimili, gott og vel hirt heimili, live vel lætur það
orð í eyrum vorum,“ skrifar merkur norskur prestur ný-
lega. En hver er það, sem gefur þessu nafni gildi sitt?
Það gerir konan. Án hennar yrði það falsyrði eitt.
Því er það, að híbýlabölið kemur svo átakanlega hart
niður einmitt á konunum. Það hlýtur því að verða á-
hugamál þeirra að fá húsakynnin bætt. Konan má ekki
lengur láta bjóða sjer að vinna lífsstarf sitt í dimmunr
og lekum moldarkofum, gisnum og köldum timburhús-
um, eða rökum og mygluðum steinhúsum. Konurnar
verða að setja híbýlamálið á stefnuskrá sína og lralda
því til streitu, þar til allar — allar — íslenskar konur
eignast góð húsakynni, bygð við okkar hæfi, samsvar-
andi þeim kröfum, sem við með sanngirni getunr gert
til bústaða vorra.
Það þarf ekki langt að fara til þess að sjá, hve hörmu-
legt ástandið er. B;eði í sveitum og kauptúnum er þjett-
býlið — og óþægindin, sem stafa af óhentugu byggingar-
fyrirkomulagi — og langverst er höfuðstaðurinn staddur.
Starfssvið karlmannsins er oft utan heimilis. Heimilið
er hvíldarstaður hans — en Guð minn góður, hvílíkur
hvífdarstaður á stundum —, en heimilið er líka starfs-
svið konunnar, það er hennar heimur.
Allar athuganir og skýrslur um híbýlamálið sýna líka,
að það eru konurnar, sem fyrst og fremst bíða andlegt
9