Hlín - 01.01.1920, Side 27

Hlín - 01.01.1920, Side 27
27 Hlin þurfa með. Svo hafa málleysingjar í Danmörku sinn sókn- arprest út af fyrir sig og sína kirkju. — Síra Friðrik Frið- riksson hefur guðsþjónustugerð fyrir málleysingjana hjer í Reykjavík lieima í K. F. U. M. annan hvorn sunnudag; hefur liann gert þetta iyrir okkur undanfarna tvo vetur, en fær auðvitað ekkert lyrir það. Hann fær borgun fyrir að vera prófdómari og ferma börnin að vorinu; það er alt og sumt. En málleysingjunum er svo mikil gleði að því að koma saman annan iivorn sunnudag og fá guðs- þjónustu á sínu máli, að því verður eigi með orðum lýst.* Jeg vildi óska, að Guð uppvekti einhvern til að tala máli mállausu barnanna minna; jeg hef oft fundið sárt til þess, hve lítið jeg get fyrir þau gert; jeg megna svo lítið. En þó þeirra tunga og munnur tali lágt, þá talar þó hjarta þeirra hátt; einungis að íslenska þjóðin vildi hlusta eftir því. Börnin koma í skólann 8—10 ára gömul og eru þar í 7—8 ár. Þau fá alt ókeypis í skólanum: föt, læði, húsnæði og kenslu. Reyndar er gert ráð fyrir, að foreldrarnir gefi með börnum sínum, ef þau hafa efni á, en aðeins einn maður hefur gefið með barni sínu tveggja ára tíma öll þau ár, sem jeg hef verið lijer. Börnin fara heinr í sumarleyfinu, og kosta loreldrarnir ætíð aðra ferðina, en skólinn oftast hina. Hafi börnin ekki að góðu heimili að hverfa, eru þau kyr heima, eða skólinn útvegar þeim sumardvalarstað. Skólinn byrjar 15. september og stendur til 15. júní. Börnin eru erfiðust fyrsta og annað árið; eftir það eru þau eftirlát, og eru vanalega öll hlýðin og góð við for- stöðukonuna ogmig, og vil ja aldrei styggja okkur í neinu. Ylirleitt finst nrjer gott að stjórna þeim, ef það er gert með lipurð og gætni og nákvæmni brúkuð við þau. Lang- erfiðast er að kenna þeim að tala rjett mál; það er eigin- lega alveg ómögulegt. Jeg var nrjög óánægð yfir því fyrstu 1910 var í Reykjavík 21 claufdumbur; á öllu landinu 68.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.