Hlín - 01.01.1920, Page 28

Hlín - 01.01.1920, Page 28
28 Hlin árin, sem jeg kendi við skólann, því jeg hugsaði, að það væri fyrir einhvern klauiaskap úr kennurunum, en þegar jeg sigldi og sá skólana ytra, fann jeg, að það voru alveg sömu málvillurnar hjá málleysingjunum þar eins og lijá okkar börnum. — Börnin eru auðvitað eins og önnur börn, ólík að gáfnafari, ög því mjög mismurtandi erfitt að kenna þeim, en síðan jeg komst inn í það að kenna málleysingjum, þykir mjer það mjög skemtilegur starfi. Námsgreinarnar eru hinar sömu og í öðrum barnaskól- um. Bóklegir tímar eru frá 9—1 dag hvern, og lianda- vinna tvær stundir, seinni part dagsins. Það sem börnin læra í handavinnu er: prjón og saumaskapur, burstagerð (tg sópa. Sumir drengirnir hafa fengið að læra skósmíði og söðlasmíði í handavinnutímunum, og er þeim þá komið fyrir iijá skósmið eða söðlasmið; hafa þeir haft gott al því eftir á, því að þeir hafa getað fullkomnað sig í þeirri iðn á stuttum tíma að endaðri skólaverunni. Kennarar eru tveir við.skólann auk forstöðukonu. Við reynunr að standa í sambandi við gamla nemendur okkar úti um land og halda í hönd með þeim eftir mætti. Margir af þeim eru góðir og gagnlegir borgarar þjóð- ljelagsins, og við vonum, að allir hafi þeir orðið fyrir áhrifum í skólanum, sem geri líf þeirra fjölskrúðugra og fegurra. Ragnheiþur Gudjótisdóltir. Það væri óskandi, að lúnar góðu og áhugasömu konur, sem verja lífi sínu til þcss að gera heyrnar- og mállausu börnin að gagnlegum og góðum mönnum, mættu sjá hugsjón sína rætast um nýjan og góðan skóla á hinni rúmgóðu og fallegu lóð, sem skólinn á við Reykjavík. Og að fleiri aumingjar, sem ekki hafa enn fengið neina fræðslu, fengju þar líka rúm. Fyrir blinda helur ekkert verið gert, heldur ekki fyrir stamandi og málhalta nje fyrir fábjána. Ritstj.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.