Hlín - 01.01.1920, Page 30
30
Hlin
og nærfatnaður, ætla jeg ekki að fjölyrða um, jreir vita
Jrað best sem liafa keypt búðarhismið.
Skáldið Jón Thoroddsen vissi hvað hann söng, þegar
hann lagði íslenskum konum þessi orð í munn: „Úr jreli
jDráð að spinna mjer jrykir næsta indæl vinna.“ Þessi orð
voru jsá sönn. Eigum við ekki að láta þau verða [jað
framvegis? Gleymum ekki rokkspunanum!
Þ. K.
Hjeraðssýningar
á heimilisiðnaði í Skagafjarðarsýslu og Austur-
Húnavatnssýslu sumarið 1920.
Það varð að ráði fyrir nokkru síðan, að S. N. K. reyndi
að koma því til leiðar, að hjeraðssýning á heimilisiðnaði
yrði jafnan haldin á sama stað og um sama leyti og hinir
árlegu sambandsfundir. Vorið 1920 konr röðin að Skag-
firðingum um fundarhald. En hvað um sýningu? Enginn
Jxktist hafa neitt til að sýna, heimilisiðnaðurinn væri ekki
í því horfi [)ar í sveit o. s. frv. Nýstofnað Iðnfjelag Sauð-
árkróks tók sýningarmálið að sjer, vann að því með alúð
og orku, og bar það fram til sigurs. Liðugir 500 munir
komu til sýnis úr öllum (14) hreppum sýslunnar.
Einni viku síðar (4. júlí) efndi Austur-Húnavatnssýsla
til sýningar á Blönduósi fyrir áeggjan Iðnfjelags Engi-
hlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnmálunum og
hafði haldið tvær smásýningar árin áður. Á jressari sýn-
ingu, er tókst að öllu leyti vel, voru hátt á þriðja hundr-
að munir úr öllum (8) hreppum Austursýslunnar.
Vegna þess, að jeg var svo heppin að vera á báðum
sýningunum, vil jeg geta þeirra beggja í einu, því margt
áttu þær sameiginlegt, meðal annars það, að {Deim gaf
báðum ágætlega með veður, og að J>ær voru sóttar af
fjölda manns, körlum engu síður en konum. Karlmenn-