Hlín - 01.01.1920, Side 42

Hlín - 01.01.1920, Side 42
42 Hlin um löndum álfu vorrar í því efni, er það sáralítið, sem hjer er aðhafst. Langt er síðan að hjer var farið að leggja stund á garð- yrkju, þótt ekki væri það alment. Við heyrurn um lauka- garð Guðrúnar Osvífursdóttur, við höfum greinilegar frásögur af garðyrkjustarfsemi Vísa-Gísla á Hlíðarenda, þekkjum eggjunarræður Ármanns á Alþingi til íslenskr- ar alþýðu og prestana gömlu, góðu: síra Björn í Sauð- lauksdal, síra Bjarna Arngrímsson og síra Pjetur á Víði- völlum, sem sjálfir gengu á undan öðrum með góðu eftirdæmi og ræktuðu margt með hinum besta árangri, og liöfðu líka mikil og góð áhrif á alþýðu manna með starfsemi sinni. Garðyrkjan hefur jafnan átt erfitt upp- dráttar á íslandi; stafar það meðfram af áhuga- og þekk- ingarleysi manna, en, það er hverju orði sannara, það er ýmsum annmörkum bundið að stunda garðyrkju hjer: vorkuldar, næturfrost o. fl., en einnig í hinum heitari löndum á garðyrkjan við erfiðleika að strfða: Jrurka, vætur, hagljel, ýrnis meindýr o. fl., og Jró nær hún Jrar meiri og meiri útbreiðslu. Og skógræktarmálið, sem ekki er minna um vert, — mikið er })að skamt á veg komið hjer lijá oss. Foríeður vorir eyddu skógunum: beittu þá, brendu og brældu; lítið eitt af því höfum við fært í lag; við höfum ekki einu sinni lialdið við þeim skógarleifum, sem til eru, Jjó að nokkuð sje gert að því í seinni tíð; víða lialda skóg- arnir áfram að ganga úr sjer, og eru einungis nafnið tómt, enda haldið áfram að beita í Jrá og höggva J)á eins og hverjum bíður við að horfa, og hrísrif er iðkað um alt land eins og ekkert sje um að vera. Er það ekki átakanleg villa, að láta svo til ganga á þessum tímum, er menn vita og þekkja, hvers virði skóg- arnir eru fyrir landið: veita skjól, varna uppblæstri, efla heilnæmi með angan sinni og fegurð. Feikna starf er fyrir hendi fyrir þá, sem \ilja vinna þessu máli: landsstjórn, hjeraðs-, sveita- og bæjarstjómir

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.