Hlín - 01.01.1920, Page 45
Hlín
45
námsskeið að vorinu og annað að haustinu um'hagnýting
matjurta til manneldis, hún ætti að útvega áhöld og
verkfæri til garðyrkjunnar og sjá urn útvegun á fræi og
plöntum. Æskilegast væri, að hún hefði dálitla tilrauna-
stöð í sveitinni, er hún gæti miðlað úr, því að óhægt er
oft um flutning langt að; hafa þeir örðugleikar orðið
mörgu trjenu að fjörtjóni og dregið dáð úr framkvæmd-
um manna.
Garðyrkjukonan gæti eflaust halt nóg að gera í sveit-
inni alt sunrarið við umhirðing garða. Það yrði tilvinn-
andi fyrir bændur að láta hana stunda þetta verk; hún
yrði fljótari en aðrir, bæði fyrir æfingu og góð verkfæri.
Ef Ræktunarfjelag Norðurlands og Rúnaðarljelag Is-
lands gefa stúlkum framvegis kost á garðyrkjunámi, sem
vjer höfurn von um, væri óskandi, að ekki þyrfti að skorta
nemendur. Nóg er verkelnið fyrir hendi!
„Vormenn íslandsl yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar, sendna strönd."
Halldórn Bjarnadóttir.
Kirkjusöngurinn
og söngleysið í barnaskólunum.*
Jeg vil fyrst minnast nokkuð á kirkjusönginn eins og
hann er að verða alment hjer á landi voru, einkum til
sveita. Mjer finst hann vera á góðum vegi með að leggj-
ast alveg niður, og líkt mun farið í sumum kauptúnum.
* Erindi flutt á samkomu á Blönduósi 4. júlf 1920.