Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 47
HUn
47
söng — hátíðasöngvana og sálmalögin — fyrir hátíðar, og
svo sálmasöng til fermingarguðsþjónustunnar á vorin
í Holtastaðakirkju. Jeg hef rekið mig á það livað eftir
annað, að sumar bestu raddirnar hefur vantað í diskant-
inn við ferminguna, þar sem fermingarbörnin hafa auð-
vitað vantað í sönginn þann dag.
Húsráðendur, sem hafa ástæður til, ættu að greiða götu
söngsins með því, að ljá söngflokkunum húsnæði til æf-
inga, sem jeg geri ráð fyrir að fari að mestu leyti fram að
vetrinum, þegar veður og færð leylir. Ekki er hentugt,
að æfingarnar sjeu altaf á sama stað; þeir, sem lengst eiga
að sækja, verða þá l'yrir misrjetti. Mjer finst sjálfsagt, að
hver komi með hressingu handa sjer, svo að söngflokk-
urinn þurfi ekki að vera upp á heimilið kominn með
neitt nema húslánið. Það er líklegt, að flestir húsráðendur
tækju þá enga borgun, að minsta kosti ef um kirkjusöng
væri aðallega að ræða.
Með þessu lagi verða nú kirkjuorganistarnir að leggja
tneira á sig en áður við sitt starf, en það mun margborga
sig fyrir þá, enda er þetta ánægjulegt viðfangsefni fyrir
alla söngvini; og þótt launin sjeu nú lág og oft eftirtölur
í ofanálag, eins og gengur, hljóta þau að fara smáhækk-
andi í hlutfalli yið vaxandi starfsemi. Það væri ákjósan-
legt, að þeir aðrir, sem kunna á hljóðfæri í sókninni,
hjálpi til að kenna raddir, svo að flokkarnir, sem syngja
hinar einstöku raddir, þurfi ekki að koma óundirbúnir
á aðalæfingu. Það tefur svo afskaplega, að flokkarnir
verði að bíða hver eftir öðrum svo og^vo lengi, áður en
hægt er að fara að syngja saman. Þeir eyða þannig til
einskis dýrmætum tíma hver fyrir öðrum.
Þetta er skemtilegt verkefni fyrir unga fólkið og þá
eldri, sem hafa ástæður til að vera með, og ekki óviðeig-
andi að staldra við í kirkjunni sinni um messutímann og
syngja þar fagurlega, sjer og öðrum til ánægju og upp-
byggingar, og stuðla að því, að kirkjurækni glæðist á ný.
Enginn verður ríkari af veraldlegum auði, þótt hann