Hlín - 01.01.1920, Page 64

Hlín - 01.01.1920, Page 64
64 Hlin færasláttur, upplestur, jafnvel sjónleikir, sem konurnar einar störfuðn að, og altaf væri kept um, að gera jrað alt sem best og fullkomnast. Ennfremur væri iðnsýning á kvennavinnu alls konar, jafnvel ,,bazar“, veitingar með góðum útbúnaði; þá væri jrað og ákjósanlegt, að söng- flokkur og leikfimisflokkur kvenna væri sem víðast til staðar. Helst kysi jeg, að jrær þyrftu ekki að leita aðstoð- ar hjá karlmönnunum við Jretta hátíðahald, nema sem allra minst, — ekki af Jrví, að samvinnan sje ekki góð og æskileg, lieldur af því, að enn sem komið er draga kon- urnar sig of mjög í hlje flesta hina daga ársins. En þenn- an hátíðisdag sinn ættu jrær að tjalda öllu því, sem jrær ættu best í fórum sínum og standa sem mest á eigin fótum. Þannig hefur hugsjón mín ávalt verið um 19. júní. „Jeg veit jrað er draurnur, draumur — en draunrarnir rætast stundum." Og jeg er jress fullviss, að sá draumur minn og annara rætist á sínum tíma, að konurnar meti þann rjett sinn, sem heilagan rjett, að geta notið lífsins og frelsisins í sem fylstnm mæli og geta jafnlramt látið heimilin og Jrjóðljelagið njóta jress, sem þær eiga best til, öllum hlutaðeigendum til þroska og blessunar. I þessum anda vona jeg að jrær starfi alla daga, en einna best og ljósast Jrennan dag, — hvern 19. júní. Ingibjörg Benedik tsdétt ir. B r o t . 1919. Jeg hallast út í gluggann og stari hugfangin á yndis- lega kvöldfegurðina. Sólin er að hníga til viðar og varp- ar um leið gullslikju yfir ,,Jökulinn“ og gullstafar fjörð-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.