Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 12
10
Hlín ■
lenskan þjóðbúning m. a. þjóðlegra verðmæta. Taldi
hún að ef ungmennafjelögunum hefði tekist að bera
hugsjónir sínar fram til sigurs, þá væri mörgu betur
farið. Hún áleit óheppilegt fyrir íslenskar konur að
leggja niður þjóðbúninginn, sem væri betur viðeigandi,
hlýrri og ódýrari en erlendur tískubúningur. Hún
harmaði það, hve fáar ungar stúlkur tækju upp bún-
ing mæðra sinna, þær kliptu hár sitt og eyddu miklum
peningum í hársnyrtingu. Einkum taldi hún, að sveita-
konur ættu að nota þjóðbúninginn til sparifata, vegna
þess, hve örðugt reyndist að fylgja margbreytilegri
tísku. — Margar konur tóku til máls, og voru skoðanir
nijög skiftar, hvort nokkuð skyldi gera til að viðhalda
þjóðbúningnum. — Engar tillögur komu fram í málinu
og umræðunum lokið.
7. Reikningar S. N. K. Gjaldkeri las upp endurskoð-
aða reikninga Sambandsins. Voru þeir samþyktir um-
ræðulaust.
8. Kosningar. Formannskosning. — Guðný Björns-
dóttir var endurkosin formaður S. N. K. — Varafor-
maður kosin Þóra Stefánsdóttir. — Kosnir fulltrúar á
næsta Landsþing Kvenfjelagasambands íslands: Fyrir
Strandasýslu: Jakobína Jakobsdóttir, til vara: Elín
Jónsdóttir. Fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu:
Hulda Stefánsdóttir, til vara: Rannveig Líndal. Fyrir
Eyjafjarðarsýslu: Sólveig Pjetursdóttir, til vara: Mar-
grjet Jósefsdóttir. Fyrir Þingeyjarsýslu: Védís Jóns-
dóttir, til vara: Halldóra Magnúsdóttir. — Síðan var
rætt um næsta fundarstað S. N. K. Var samþykt að
hafa hann á Dalvík, ef Kvenfjelagið „Tilraun“ í Svarf-
aðardal gæti veitt honum viðtöku.
9. Lög S. N. K. Þóra Stefánsdóttir tók lög S. N. K. til