Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 64
orðnir englar. — Dýpstu þrá barnsins verður ekki sval-
að nema á einum einasta stað á jarðríki og það er í
móðurfaðminum. Og það er af því að þar, og hvergi
nema þar á jarðríki, er að finna þann kærleika, sem
allir menn eru altaí að leita að.
Hjer erum við þá á krossgötum, gatnamótum, þar
sem skiljast leiðir þessara tveggja ríkja, sem jeg mint-
ist á í upphafi, þjóðfjelagsins og heimilisins. Þarna er.
punkturinn, sem stansa verður við, þegar meta á gildi
heimilisins, þarna eru önnur rjettindin, sem konurnar
eiga að krefjast og varðveita, að ala upp börnin sín á
heimili, til þess að opinbert verði hverri mannssál það
lífslögmál, að maðurinn öðlast fyrst gildi, þegar hann
er elskaður og horft er á hann í því ljósi, þ. e., þegar
hann er metinn og veginn út frá sjónarmiði kærleik-
ans.
Jeg hef nokkrum sinnum komið á barnahæli og hæli
fyrir ungar, ólánsamar stúlkur. Jeg hef aldrei sjeð eins
ömurlegan og tóman svip á andlitum. Mjer fanst það
líkast hópviltum ungum á einhverjum eyðisöndum.
Það var auðsjeð á þeim, að þau höfðu ekkert mann-
gildi í eigin augum. Þetta var verðlaust fólk í sjálfs
sín og annara augum.
Því hvernig metur þjóðfjelagið mennina? — Á hvaða
mælikvarða mælir það gildi þeirra? — Metur það þá
ekki eftir svokölluðum verðleikum? — Og hverjir eru
svo verðleikarnir? — Er það ekki dugnáður, framtaks-
semi og ríkidæmi? — Haldið þið ekki að margir verði
fundnir ljettvægir á þessa vog? — Eru ekki flestir
menn vanmegnugir, fáráðir og framtakslausir? — Er
ekki gott til þess að vita, að til er einn staður á jörð-
unni, þar sem ekki er spurt um verðleika? — Einn
staður, þar sem til er raunverulegt jafnrjetti. — Þið
vitið allar, hvar þennan stað er að finna. Það er stað-
urinn þar sem lífsrót ykkar er, sú sem er að finna á