Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 135
Hlín
133
Jcirðcpli. — Þegar kemur fram á veturinn fara jarðeplin stund-
um að verða ljeleg og oft spíra þau. Spírurnar verður að brjóta
af, í þeim og við þær myndast oft kartöflueitur. — Fjörefnin
ganga til þurðar og vmsar aðrar efnabreytingar verða. Jarðeplin
verða þá oft beisk eða röm á bragðið. Þegar þessi timi er kom-
inn ætti því ætíð að láta þau liggja nokkra tíma í köldu vatni, t.
d. yfir nótt. Síðan er skift um vatnið, áður þau eru soðin. Jarð-
epli, sem farin eru að skorpna og þorna endurnýjast og remmu-
efnin dragast út í vatnið. — Sumar tegundir jarðepla verða beisk-
ar strax að haustinu, þá er gott ráð að láta þau liggja í vatni áður
þau eru soðin. — Ef mikil brögð eru að, verður að flysja þau
lirá og láta þau liggja í vatni. G. J.
Nýir rabarbaraleggir eru skornir niður og soðnir 3—5 mínútur
í sykurvatni. Þetta þunna mauk er haft út á ýmiskonar mjólkur-
grauta. Sparar kanel og sykur og annað útálát. Grautarnir þykja
lystugir með þessu útáláti. Kristin á Sjónarhæð.
Heilbrigðisskýrslur lækna: — Það kennir margra grasa í nýút-
komnum Heilbrigðisskýrslum. — Stórfróðleg og merkileg bók,
sem almenningur liefði gott af að kynna sjer. — Þar birtist álit
lækna vorra á þjóðinni og högum hennar, heilbrigðisháttum og
menningu. Og ber þar margt á góma: Húsaskipun, garðyrkja,
klseðnaður, heimilisiðnaður, auk athugunar um alment heilsufar.
— Engin stjett er jafnkunnug högum almennings og hjeraðslækn-
arnir, og allir láta þeir sjer ant um heilbrigðislega vellíðan þjóðar-
innar. — Yfirleitt láta þeir allvel af ástandinu. Það sem þeir
kvarta einna mest um, er ill og ófullkomin salerni á sveitabæj-
unum. — Batnar þó með ári hverju.
Frá kvenfjelaginu »Líkn« í Vestmannaeyjum. — Fjelagið keypti
hlutabrjef fyrir 10 þúsundir króna í Samkomuhúsi Vestmanna-
eyja. Fjelaginu var það ljóst, að gott samkomuhús mundi verða
til hins mesta menningarauka fyrir kaupstaðinn. Þetta hefur og
reynst svo, því nú starfar ágætt söngfjelag og einnig leikfjelag
í Eyjum, sem hvorugu varð haldið uppi áður vegna húsnæðisleys-
is. — Síðan fjelagið komst inn í Kvenfjelagasamband Islands,
hefur það haldið vel sótt saumanámsskeið, sem gert hafa mikið
gagn. I. T.
Frá Hólmi í Landbroti: — Bjarni bóndi hefur í haust og vetur
smíðað á verkstæði sínu 7 túrbínur (vatnsvjelar) og sú 8. er
í smíðum. Ein túrbínan var fyrir Hólaskóla, önnur fyrir 4 heim-
ili, hinar fyrir einstök heimili, ein af þeim fyrir 30 hesta orku.