Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 72
70
Hlín
hún verður ekki notuð í alt. — Það þarf einnig að vera
til bómullargarn o. fl. — Mikil áhersla hefir verið lögð
á gð fá vefjarefni innflutt, og Innflutningsnefnd hefur
reynst liðleg um leyfi, en þó er altaf vöntun á efni. —
Það má ekki svo til ganga. Þegar þjóðin er að vakna
til meðvitundar um þörfina á eigin framleiðslu, má
hún ekki reka ,sig á ótal erfiðleika í framkvæmdinni,
þá er hætt við að hún gefist upp.
Heimilisiðnaðarfjelag íslands hefur pantað mikið af
tvisti og selt. — Einnig hafa mörg kaupfjelög landsins
pantað vefjargarn. Kvenfjelögin hafa pantað hjá fje-
lögunum að sumrinu og hefur það vel tekist. Allur sá
tvistur, sem pantaður er, er frá Svíþjóð, mjög vandað-
ur og litartrúr. Enda dugar ekki að flytja inn annað
en gott efni.
íslenskir uppdrættir (Gerðir). — Heimilisiðnaðarfje-
lag Norðurlands gaf nýlega út möppu með í'slenskum
gerðum til vefnaðar, útsaums og að prjóna ,og hekla
eftir. Þetta er þriðja mappan sem út er gefin, sem inni-
heldur gerðir af okkar gamla, góða íslenska vefnaði. —
Mappa III fæst hjá fjelaginu og hjá H. B.
Vonandi koma fleiri íslenskir uppdrættir á markað-
inn innan skamms. — Allmargir sjá þörfina á að fá
fleiri íslenskar gerðir, en engum er það betur ljóst en
skólunum.
Jurtalitun. — Jurtalitun er gamalt fyrirbrigði í ís-
lenskum heimilisiðnaði, og er ánægjulegt til þess að
vita, að þessi litun er nú komin til vegs og virðingar
að nýju. — Matthildur í Garði á þar mestar þakkir
skilið. — Allir húsmæðraskólarnir nota nú band frá
henni og fjölda margir aðrir. Matthildur er hinn mesti
listamaður á þessu sviði. — Það mun vera í ráði að
stuðla að því, að Matthildur geti aukið litun sína.
Forníslenskar hannyrðir. — Það er mjög virðingar-
vert að taka upp að nýju ýmsar fallegar og gamlar