Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 36
34
Hlín
um fyrir þá menn heima, sem vilja ná sambandi við
ættingja og vini vestra. — (Utanáskrift fjelagsins er:
45 Home Street, Winnipeg, Manitoba—Canada). Hið
sama mun og Fjelag Vestur-íslendinga í Reykjavík
gera með upplýsingar hjer heima. — „Hlín“ væri líka
mjög-kærkomið að vinna að því að koma mönnum hjer
heima í brjefasamband við fólk vestra. (Adr.: „Hlín“,
Reykjavík, mun komast til skila, hvar sem ritstjórinn
er á landinu). — Þá ættu blöðin hjer heima að taka
vestanblqðin sjer til fyrirmyndar um almennan frjetta-
flutning að vestan. — Almenningi mundi áreiðanlega
geðjast vel að því. —
Skólar landsins ættu allir að hafa vissan dag, sem
þeir helguðu íslendingum vestan hafs ár hvert, eins
og Hallormsstaðaskólinn hefur gert undanfarin ár.
Við gætum greitt fyrir bókakaupum til íslensku
bókasafnanna vestra, sem þar eru á hverju strái. —
Margir kvörtuðu um vöntun á ljettum, íslenskum bók-
um fyrir börn og unglinga.
Alt bendir til að hjer eftir komist á árlegar heim-
sóknir að vestan og vestur. — Því fleiri ferðir sem
farnar verða því betra. Unga fólkið, sem farið hefur
á milli, er mjög hrifið af ferðum sínum. — Við skul-
um vona að smásaman komi fleiri heim og fari að
heiman til heimsókna og til mentunar.
íslendingar vestra hafa von um meiri kynni af landi
°g þjóð, er Ríkisútvarpið verður bætt svo að það heyr-
ist vel vestur.
Þeir gleðjast yfir þátttöku íslendinga í New York
sýningunni og búast við að koma þangað margir.
Hver leið sem farin verður í þessu samvinnustarfi,
sem er okkur öllum beggja megin hafsins jafnnauðsyn-
legt og mikils virði, þá óska jeg hjartanlega góðs ár-
angurs og blessunar yfir starfinu.
Árið, sem jeg var í heimsókn hjá löndum mínum