Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 71
Hlín
því verki, og starfað við það í Reykjavík og í tveim af
fjórðungunum (Norður- og Vestur), og mun n. k.
vetur verða við sama starf á Austfjörðum. — Hafa fje-
lög eða einstaklingar tekið starfið að sjer og haldið því
áfram, þegar það er komið vel á veg. — Þetta hefur
reynst vel, og þarf nú ekki að flytja þessar vörur inn
frá útlöndum. — f nokkrum bæjum hafa þúsundir
króna verið greiddar í vinnulaun yfir árið. Vinnan er
öll framkvæmd á heimilunum.
Erna Ryel, Akureyri, hefur framleitt og látið fram-
leiða ýmislegan vefnað til sölu. — Karólína Guð-
mundsdóttir, Reykjavík, hefur framleitt efni til út-
saums (ullarjava) o. fl. — Mar^rjet í Miklaholtshelli
í Flóa hefur framleitt mikið af karlmannssokkum til
sölu, og nokkrar konur til og frá um landið hafa
saumað hanska, ofið trefla, gólfklúta o. fl. í nokkuð
stórum stíl. Helgi í Leirhöfn býr til skinnhúfur.
Allar þessar vörur eru seldar ásamt öðrum vörum
hjá kaupmönnum og flestar framleiddar elftir pöntun
eða í heildsölu og borgaðar út í hönd. — Að minni
hyggju er það engu síður heilbrigð og hagkvæm að-
ferð að láta íslensku vöruna vera á boðstólum, jafnt
þeirri útlendu, og að kaupmenn standi straum af söl-
unni. — Það mun sannast, að á sjerstakri heimilisiðn-
aðarútsölu mun þurfa að leggja síst minna á vöruna en
kaupmenn gera. — Enginn getur ætlast til að hún njóti
nokkurra sjerrjettinda. — Ef jeg ætti kost á að velja
um sjerútsölu eða að versla við kaupmenn um íslenska
heimaframleiðslu, mundi jeg kjósa kaupmennina. Við-
skifti við þá hafa reynst í alla staði ágætlega í þessu
tilliti.
Útvegun efnis og áhalda. — Það er mjög þýðingar-
mikið atriði, að til sje í landinu nægilega mikið efni
til að vinna úr alla heimavinnu, sem nota þarf til fatn-
aðar, húsbúnaðar og rúmfatnaðar. — Ullin er til, en