Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 78
76
Hlín
Heimilisiðnaður íslendinga
í Vesturheimi.
(Erindi sent Ríkisútvarpi íslands til birtingar
veturinn 1938).
Eftir að jeg hafði fengið meðmælabrjef frá háttvirtri
ríkisstjórn upp á vasann og tilkynningu frá Þjóðrækn-
isfjelagi íslendinga í Winnipeg um að 11 kvenna mót-
tökunefnd væri sett á laggirnar til að taka á móti mjer
og ráðstafa ferðum mínum vestan hafs, lagði jeg örugg
af stað í maímánuði s. 1. til ársdvalar hjá löndum mín-
um vestan hafs, með kistu fulla af sýningarmunum, því
jeg taldi ekki ólíklegt, að landar vestra hefðu gaman
af að sjá og rifja upp ýmislegt um íslenska handavinnu
og kynnast jafnframt að nokkru leyti heimilisvinnu-
brögðum landsmanna eins og þau eru nú.
Jeg bjóst ekki við að margt mundi vera um heimilis-
iðnað í Vesturheimi, þar sem vjelarnar eru flestar og
hraðinn mestur, en raunin varð önnur. Það er ótrúlega
mikið um ýmislega handavinnu vestra, ekki einungis
meðal, landa heldur og hjá innlendu fólki. Jeg hefði
ekki trúað því, ef jeg hefði ekki sjeð það með eigin
augum.
Handavinna, af eldri og yngri gerð, er að ryðja sjer
til rúms um allan hinn mentaða heim og ber margt
til þess, að hreyfing þessi hefir svo góðan byr meðal
þjóðanna. Fyrst og fremst það, að allir menn þrá að
hafa eitthvað það fyrir augunum í klæðnaði og híbýl-
um sínum, sem segja má um að sje af eigin toga spunn-
ið. í öðru lagi, að á seinni tímum eykst áhugi margra
manna fyrir því, sem þjóðlegt er í orðum og athöfnum.
Sú alda gengur nú yfir öll menningarlönd. — Þá kem-
ur og sparnaðurinn til greina, að nota þau efni, sem
fyrir hendi eru og að nota frístundirnar, kreppan og