Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 85
tilín
83
en þeir logðu eyrun við, er jeg skýrði frá um notkun
þeirra, og margs þurftu þeir að spyrja þar að lútandi.
— Mjer þykir ekki ólíklegt að íslendingar vestra komi
sjer upp vjelum áður langt um líður, nógan hafa þeir
efniviðinn og góðan og nóg er hjer um góða smiði,
þeim mundi ekki verða skotaskuld úr því að smíða
spunavjel. Þeir mundu líka fljótt fá raforkuna í lið
með sjer. — Fjöldi af sveitaheimilum hjer hafa ein-
faldan og ódýran rafmagnsútbúnað (vindmótora), sem
veitir þeim nóg rafmagn til ljósa, til að dæla vatninu
upp úr brunninum og fyrir útvarpið.
Vefnaður er lítt tíðkaður á heimilum vestra, svo sem
ekkert meðal íslendinga, en Svíar og Norðmenn hafa
nokkuð lagt stund á vefnað og kent lítilsháttar. — Þó
hitti jeg nokkra landa, sem höfðu gert tilraunir með
vefnað og höfðu mikinn áhuga fyrir honum. — Einn
gamlan íslending hitti jeg í Nýja íslandi, sem hafði
smíðað sjer vefstól, og ofið fyrir fólk í 3 vetur fyrir
50 cent á dag {V2 dollar), og sagðist hann þá hafa skil-
að 10 álnum eftir daginn. — Það fer að vakna almenn-
ari áhugi hjá löndum fyrir vefnaðinum, ef þeir fá sjer
spunavjelar.
Það sýndi áhuga landa minna fyrir heimilisiðnaðin-
um og skilning á sýningunum, að þeir komu með ým-
islegt með sjer á samkomurnar, sem þeir álitu að jeg
hefði gagn og gaman af að sjá af þeirra heimavinnu.
Einn bóndinn kom t. d. með þófasokka eða háleista,
sem mikið eru notaðir í kuldanum. Háleistarnir eru
búnir til úr ull, kembum, margvafið um sokkatrje og
þæfð á því. Hann sagði að þa$ væri ólíkt liðugra að
vera í þessu við útivinnu 1 frosthörkunum en í 3—4
pörum af sokkum. — Ein konan kom á sýninguna með
lítinn rokk, sem er knúinn með rafmagni, en ekki
stærri en svo, að hann mátti hafa á borði eða í rúminu
hjá sér. — Þeim hefði þótt gott að hafa svona áhald
6*