Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 54
52
Hlin
í starfið. Alt fram á árið 1924 fjekst hún við ljósmóður-
störf.
Hjeraðið, sem hún hafði að þjóna, var þá töluvert
víðlendara en það er nú, og er það þó full erfitt yfir-
ferðar enn. Þegar þess er gætt, að hjerlendis var þá
engin önnur lærð ljósmóðir en Siguríljóð, er ekki að
furða, þótt hún þyrfti oft að heiman og ferðalögin yrðu
stundum erfið, en starfið vandasamt í verunni og að-
stæður venjulega óhagstæðar á heimilunum, læknis-
hjálp svo að segja ófáanleg í tæka tíð. — Var þá ekki
á annað að treysta en sjálfan sig og guðshjálp, og
reyndist hvorutveggja vel.
Þar sem Sigurfljóð vann sjer svo mikið traust og álit
við starfið, fór það að vonum, að hennar var oft leit-
að utan hjeraðs. Veit jeg ekki til, að hún neitaði nokk-
urntíma að fara til sængurkvenna utan hjeraðs, ef hún
var ekki bundin við þessháttar störf í hjeraði, jafnvel
þó skjóta mætti sjer á bak við það, að skyldan hvíldi
á annara herðum en hennar. Og átti hún þó áreiðan-
lega í mörgu tilfelli ekki ljett með að fara frá börnum
sínum og heimilisstörfum, oft fremur erfiðum.
Mjer er þáð í glöggu barnsminni, þegar jeg heyrði
talað um ferðir Sigurfljóðar og síðar kyntist þeim.
Þær voru nær ætíð farnar gangandi að vetrinum. Má
þar sjerstaklega minnast hörðu og snjóþungu vetranna
frá því um 1880 og fram yfir 1890. Oft ómögulegt að
koma hestum við fyrir ófærð, enda á flestum bæjum
svo, að ekki vár til skaflajárnaður hestur. — Geta þeir
sem eldri eru, og til þekkja, gert sjer í hugarlund
hvernig þessar ferðir hafa gengið til. Neðan úr Höfða-
hverfi, fram um Fnjóskadal, út um alla Flateyjardals-
heiði, sem þá var öll bygð, út á Flateyjardal og í Flat-
ey, norður um Leirdalsheiði í Fjörðu, um endilanga
Látraströnd og víðar, og taka svo til hins vandasama
starfs eftir hrakninginn á ferðinni. — En alt um það