Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 73
Hlin
71
venjur og fella þær inn í nútímaþarfir og kröfur. —
Þetta hafa sumar af okkar góðu hannyrðakonum gert
með margt af okkar ágæta gamla útsaum: Forníslensk-
an saum, augnasaum, íslenskan krosssaum og sprang.
— Það er vel farið, að listfengar konur, sem fást við
munsturgerðir og útsaum taki þetta upp til athugunar
og framkvæmda. — Þessar konur ganga þar fram fyrir
skjöldu: Sigríður og Arndís Björnsdætur í Reykjavík
(Hannyrðaverslun Augustu Svendsen), Kristjana Pjet-
ursdóttir á Laugum, Theódóra Thoroddsen, Reykjavík
og Ragnheiður O. Björnsson, Akureyri.
Framtíðarhorfur. — Það mun sannast, ef háttvirtur
almenningur vill fara að nota íslenska vinnu, þá er
engin hætta á að ekki verði reynt að fullnægja þeirri
kröfu. — Það eru veðrabrigði í lofti í þessu efni, enda
mætti það merkilegt heita, ef sú alda bærist ekki hing1-
að frá nágrannaþjóðum okkar, ja'fnör viðskifti og nú
eru orðin milli okkar og þeirra, en Norðurlandaþjóðirn-
ar allar leggja nú alt kapp á að hafa sem mest af
heimavinnu í híbýlum sínum, það þykir fínast og
virðulegast.
Það er þegar farið að spyrjast hjer mikið fyrir um
gluggatjöld, borðdúka, gólfábreiður, húsgagnafóður o.
fl. — Vefjarstofurnar hafa ekki við að framleiða.
Það hefur líka sýnt sig, að það má selja fjölmargt
til fatnaðar (t. d. bæjunum handa þurfamönnum
þeirra): Nærföt, sokka, peysur, trefla, vetlinga o. fl. —
Og altaf er kvartað um, að ekki sje nóg til af hentug-
um smámunum til sölu handa ferðamönnum, sem
heimsækja landið, og vilja fá ódýra smámuni keypta.
A næstu árum verða án efa reist nokkur stærri og
smærri gistihús fyrir innlenda og útlenda ferðamenn,
sæluhús og skólasel. — Það ætti vel við að fela heimil-
isiðnaðarfjelögunum að búa þessi hús smekklega og
haganlega. Það hafa t. d. Finnar gert, og ljetu þeir