Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 66
64
Hlín
og víkka og ná út til allra manna. — Þá fyrst skilur
maður þýðingu hins þrönga hrings. — Allar takmark-
anir hafa sína þýðingu. Þær eru nauðsynlegur, lögbund-
inn liður í vaxtar- og þroskalögmáli tilverunnar. —
Heimilið er ein þessi takmörkun. — Lífsstraumurinn
fellur þar í þröngum farvegi, við það verkar hinn íbú-
andi kraftur hans, kærleikurinn, sterkar og hraðar. —
Lítil börn öðlast þar betri vaxtarskilyrði en annars-
staðar, en það má hinsvegar ekki gleymast, að okkur
er ætlað að vaxa út yfir takmörkin, út yfir hinn þrönga
hring heimilisins. — Sá kraftur, sem við öðlumst fyrir
takmarkanirnar, þarf að geta sprengt þær af sjer.
Ungu stúlkur. Jeg veit þið skiljið, hve yndislegt það
er að eiga heimili, eiga þá að, sem horfa á ykkur í
ljósinu, sem umber alt og breiðir yfir alt. — Þið skiljið
þetta af því að þið hafið reynt það. Jeg veit að minn-
ingin um það verður ykkur eitt besta veganestið á
ókomnum árum. — Samt getur svo farið, að sú minn-
ing endist ekki til að veita lífi ykkar gildi. — Ekkert
er sennilegra en það, að þið, hver um sig, eigið eftir að
lifa þær stundir, að þið efist um að líf ykkar hafi
nokkra þýðingu eða tilgang, ykkur finnist það einkis
vert. — Þið vinnið ef til vill störf, sem þjóðfjelagið
virðir að vettugi, og ykkur sjálfum finst vera fánýt. —
Æskuheimilið er ekki lengur til, því alt er svo breyti-
legt hjer í heimi, og „blómin fölna á einni hjelunótt“.
— Minnist þess þá, að þið eruð, þrátt fyrir það, ekki
athvarfslausar, minnist þess, að ykkar rjetta heimkynni
er guðsríkið, og að þar eru allir jafnir, af því að allir
eru börn sama föður. Þar er ykkar sanna verð, sem
aldrei getur fyrnst eða glatast, nfl. hið eilífa gildi
mannssálarinnar. — Að vera borin til þess guðsbarna-
rjettar, í því felst dýrð lífsins. — Reynið að hugsa ykk-
ur bestu stundirnar, sem þið hafið lifað, sem veikt end-
urskin þessarar dýrðar. — En skiljið líka, og haldið