Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 113
Hlín
111
fræðslu í kaupstöðum, sbr. þingsályktunartillögu um
undirbúning löggjafar um húsmæðrafræðslu í kaup-
stöðum landsins, er samþykt var í efri deild Alþingis
26. apríl 1938“.
„4. landsþing Kvenfjelagasambands íslands skorar á
ríkisstjórnina að láta nú þegar endurskoða skrár yfir
innfluttar matvörutegundir og breyta þeim í hagkvæm-
ara horf. Jafnframt skorar þing K. I. á ríkisstjórnina
að sjá um að reyndar húsfreyjur verði kvaddar til þess
að gera tillögur í þessu máli“.
„4. landsþing Kvenfjelagasambands íslands ályktar að
hefja nú þegar fjársöfnun meðal kvenna um land alt, í
því skyni að heiðra minningu frú Elínar Briem Jóns-
son, t. d. með því að láta mála andlitsmynd af henni,
er síðar verði geymd í væntanlegum húsmæðrakenn-
araskóla“.
„4. landsþing K. í. leyfir sjer að beina því til háttvirtr-
ar fræðslumálastjórnar íslands, að hún hlutist til um
það, að við húsmæðra- og kvennaskóla landsins verði
tekin upp kensla um líkamlega meðferð ungbarna, og
kend helstu atriði uppéldisfræðinnar. Ennfremur að við
hjeraðsskólana verði flutt erindi um uppeldismál11.
Óskandi væri að K. í. fengi svo ríflegan styrk á
næstu árum að það gæti haft fastan starfsmann: Um-
ferðakennara í matreiðslu og heimilisstörfum, er 'ferð-
aðist um landið og, leiðbeindi húsmæðrunum, hjeldi
námsskeið, flytti erindi, hefði sýniskenslu o. s. frv.
Enginn væri líklegri nje hæfari til að stjórna þannig
lagaðri umferðakenslu en einmitt Kvenfjalagasamband
íslands. — Ef vel tækist valið á þessum ráðunaut
heimilanna, mundi landinu brátt sparast mikið fje með
endurbótum á ýmsum heimilisháttum. H. B.