Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 75
Hlín
73
Mentun kenslukvenna við skóla og námsskeið.
Það hefur oft verið mkilum erfiðleikum bundið að
fá hæfa kennara í verklegu til skóla og námsskeiða. —
Engin ákveðin kunnátta er sett sem skilyrði fyrir þá,
sem taka þessa kenslu að sjer, margur algerlega óvanur
að kenna og hefur enga uppeldislega mentun, sem ,nú
er t. d. farið að heimta af hverjum barnakennara.
■ Kenslukonuskólinn á að bæta úr þessu, þegar hann
kemur, en mikið vatn verður í sjóinn runnið, áður en
hann hefur útskrifað kennara. — Tæpast má heldur
búast við að hann geti tekið allar námsgreinar fyrir
strax: Vefnað, matreiðslu, fatasaum og hannyrðir. —
Hvernig á að bæta úr í þessu bili? — Jeg held að Hús-
mæðraskólarnir sjálfir hafi fundið lausnina með fram-
haldsnáminu, sem nú er farið að tíðkast í sumum
þeirra. — Það er heilbrigð stefna, og ætti nauðsynlega
að verða síðar meir undirstaða Kenslukvennaskólans.
-— En tilhögunin er sú að leyfa vel völdum, efnilegum
stúlkum (tveim í hverri deild á ári) að stunda fram-
haldsnám, og vinna um leið skólunum gagn. — Ef þetta
nám þroskaðist þannig, að stúlkurnar fengju um leið
nokkra uppeldislega fræðslu, þá væru þær betur settar.
Þessi fræðsla, þó lítil sje, er ágæt undirstaða, og
minnir nokkuð á aðstoðarkennarastörf í mörgum skól-
um erlendis. — Stúlkur, sem ein 2 ár hafa fengið
þannig lagaða framhaldsfræðslu í einni ákveðinni
námsgrein, ættu að geta tekið að sjer kenslu við náms-
skeið að minsta kosti, en af þeim þarf mikið í okkar
landi nú/ — Það er búið að margsýna sig, að það er að
mörgu leyti hentugra, að stúlkurnar fái mentun sína hjer
á landi og við þau skilyrði, sem framtíðin útheimtir.
Kvennaskólarnir geta veitt þessa mentun, meðan við
bíðum eftir Kennaraskólanum. Óskandi væri að for-
stöðukonur og skólanefndir vildu athuga þetta. —