Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 70
68
HÍín
hannyrðum úr bandi með íslenskum gerðum. — Með
auknum samgöngum og ferðalögum alls þorra manna,
verður alt þetta aðgengilegt fyrir þjóðina í heild sinni,
og hún verður þar fyrir hollum áhrifum.
Ullarverksmiðjur. — Það eru góðar frjettir, að Aust-
urland er að koma upp hjá sjer kembivjelum. Þær
munu taka til starfa í haust. Þörfin var mjög brýn, og
án efa munu vjelarnar auka vinnuna í fjórðungnum.
— Mikill undirbúningur er og um að fá vjelar til Isa-
fjarðar. — „Hlín“ óskar báðum þessum fyrirtækjum
allra heilla.
Heimilisiðnaðarjjelög. — Auk hins alþekta Heimilis-
iðnaðarfjelags íslands, sem á 25 ára afmæli á þessu ári,
eru starfandi Heimilisiðnaðarfjelög bæði á Akureyri
(fyrir Norðurland) og á ísafirði (fyrir Vesturland). —
Allir hinir stærri bæir þurfa að koma á hjá sjer heim-
ilisiðnaðarfjelagi, með því að kvenfjelögin þar hafa
vanalega öðrum hnöppum að hneppa en að sinna þeim
málum. Það eiga aftur hin smærri fjelög í sveitum og
þorpum hægra með, og gera það líka.
Útsala. — Það gengur erfiðlega að koma upp al-
mennri útsölu á íslenskri heimavinnu. — Thorvaldsens
basar í Reykjavík hefur utínið þar gott verk. — Um
sumartímann, meðan ferðamenn eru flestir, eru útsöl-
ur starfræktar í Reykjavík. Þyrfti sú starfsemi að
verða víðtækari. — Samband Austfirskra kvenna hef-
ur nýlega stutt að því, að útsala er starfrækt á Seyðis-
firði. Lánaði Sambandið 500 kr. í því skyni.
íslensk söluframleiðsla innanlands. — Þessi síðustu
ár hefur komist meiri hreyfing á ýmislega framleiðslu
innanlands, þar sem hönd selur hendi. Má þar fyrst
nefna framleiðslu á handprjónuðum, grófum leistum
og peysum (spuna og prjóni), með því það mun hafa
gefið mest í aðra hönd. — Hefur Halldóra Bjarnadóttir
leiðbeinandi almennings í heimilisiðnaði, staðið fyrir