Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 128
126
Hlín
Afdalajel.
Oamall viðburður færður i frásögu af S. G.
Hann er orðinn nieira en 60 ára, viðburðurinn, sem jeg ætla
að segja hjer frá, en jeg man hann eins vel, eins og hann hefði
skeð í gær, enda ætla jeg ekki að skálda minstu vitund inn í
hann, heldur segja nákvæmlega atvik og orð, sem urðu. — Jeg
hefi lengi ætlað að færa hann í letur. Lítið sýnishorn af lífshögum
afdalabúa í landi voru á fyrri árum felst í honum, og mjer þykir
hjer birtast »hulinn verndarkraftur«, sem oft má þreifa á, en of
fáir gefa gaum, þegar rætt er um »tilviljanir«.
Jeg verð fyrst að lýsa lítið eitt aðstæðum. Dalurinn liggur til
suðuráttar, 3 bæir í honum austan árinnar, 1 innarlega að vestan,
sá ysti við mynni hans, ágætt heimili. Frá honum var framt að
klukkutíma-ganga til hins næsta bæjar. Sá dalhluti nefndist Reit-
ur, mest notaður fyrir bithaga. Voru þar nokkur ár höfð naut á
sumrum, þau voru stundum snakill, en jafnan höfð í hafti, og
þeirra gætt svo sem hægt var frá umsjónarheimilinu. Þó kom það
fyrir, ef eitthvert þeirra losnaði, að það gerðist rásunarsamt. —
Svo var það um eitt þeirra, grátt að lit. Það nagaði af sjer höft-
in, og var all mannígt.
Bærinn næsti var heimili mitt. Hann stóð á höfða fram með ár-
gili dalsins. Var það gil mikið með berjabrekkum og stórum hey-
skaparhvömmum, en á milli þverhníptir hamraranar fram að ánni.
Hrikaútlit þess mun hafa valdið því, að bærinn hafði verið látinn
snúa móti fjallshliðinni. En yndislegt var niðri í því, engu að
síður. — Rjett sunnan við höfðann, sem bærinn stóð á, gengu 3
þvergil upp til fjalls. Hið 3. var mest, kallað Stóragil. Var al-
manna- og heybandsleið yfir það nokkuð upp í hliðinni. — Sunn-
an við það var hávaði nokkur eða leiti, nefnt Nesið. Þegar kom
suður fyrir það, sást ekki til bæjar af almannaleið. Nokkru innar
í dalnum gekk hjalli allmikill fram úr fjallinu miðhlíðis. Sá heim
af brún hans. Uppi á honum voru slægjulönd nokkur, en erfiður
heybandsflutningur þaðan. Gekk framt að 2 klt. til ferðar heim
og heiman.
Þegar viðburður þessi varð, var heimilisfólkið: Foreldrar mínir,
við börn þeirra 4 og unglingsstúlka, hjú. — Jeg var 10 ára, syst-
ir mín 8 ára og 2 bræður yngri, annar 4 ára, hinn á I ári, kall-
aður þá »unga barnið«. — Þegar verið var á engjunum, urðum
við systkinin að vera heima. — Jeg átti að hafa gætur á úti við,
en systir mín að annast unga barnið. Þó, þegar bundið var, varð