Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 110
108
Hlín
endur ættu kost á að koma aftur og framlengja nám
sitt við skólann. Er nú komin á framhaldskensla í öll-
um verklegum námsgreinum: Matreiðslu, saumum og
vefnaði. Veitir skólinn árlega 4 nem. viðtöku í hverri
námsgrein fyrir sig (Vz vetur hverri), eða 12 stúlkum
alls.
Stúlkur hafa sótt mikið um þessa framhaldskenslu,
og hún virðist koma að miklum notum, einkum er það
áberandi, hve vefnaður hefur aukist mikið í Húna-
vatnssýslu síðan þessi framhaldsmentun hófst.
Síðastliðinn vetur voru starfandi vefnaðarkonur í
a
fimm hreppum sýslunnar, og höfðu margar þeirra
mikið að gera.
I Sveinsstaðahreppi var vefnaðarkona, er óf fyrir
kvenfjelag hreppsins í 3 mán. s. 1. vetur, óf hún aðal-
lega úr tvisti. Reyndist vefnaðurinn ódýr.
Einskefta, óbl. tvistur, breidd 1.17 m. kr. 1.22 pr.m.
Vaðmálsvenda, óbl. tvistur, sama breidd, — 1.53 ------
Handklæði (korngerð), óbl. tv., lengd 1 m., breidd 0.52
m. kr. 0.89 pr. stykki.
Handklæði, prjónatvistur, ívaf, lengd 1 m., breidd 0.52
m. kr. 1.23 pr. stykki.*
* í sumum hreppum sýslunnar fer vefnaðarkonan á milli heimil-
anna með vefstólinn og er ráðin með daglaunum. — Hefur það
einnig gefist ágætlega, sbr. »Hlín«, 20. árg., bls. 121.
Ritstj.