Hlín


Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 129

Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 129
Hlín 127 jeg að fara með heybandið, er hin biðu heima. — Gekk jeg með 2 hesta í taumi. — Þegar heim kom, skriðum við undir baggana og hófum þá af klökkunum með höfði og baki. Settist jeg svo á reiðing Gamla-grána og hjelt til baka. Söng jeg oft mjer til skemtunar á þeim ferðum. Nú var það einn dag seint í ágústmánuði, að verið var að binda framan af Hjalla. Jeg flutti heim að vanda, en foreldrar mínir bundu. Slógu og rökuðu á milli, af því að'svo lengi stóð á ferðinni. — Það var staðið upp frá miðdegisverði. Faðir minn og jeg fórum með hestana að láta upp baggana. Svo fylgdi hann mjer fram á Hjalla-brúnina að aðalsneiðingagötunni. Jeg sá, að hann horfði vandlega heim, þegar kom fram á brúnina. — »Hvaða skepna er þetta ljósleit, sem er að hlaupa um hóllinn heima«, spurði hann, »er það hestur?« — »Máske einhver sje kominn«, ansaði jeg. — Svo leit hann eftir hvernig færi á hestin- um. — »Jæja, farðu nú af stað, Tryggvi minn, og Guð fylgi þjerc. — Svo fór jeg að teyma ofan sneiðingana, en faðir minn fór með orfið sitt annarstaðar fram af Hjallanum að slá þar, þvi þetta átti að vera seinasta heybandsferðin þann daginn. Þegar jeg kom heim á Nes og sá heim, þá kom jeg brátt auga á ljósleitu skepnuna. Hjelt jeg enn, það mundi hestur vera, en furðaði þó ókyrð hans og hlaup kringum bæinn. — Jeg sá að bærinn var opinn, en ekkert sá jeg til systkina minna. Mjer fór nú að detta í hug Grái-boli, sem át af sjer höftin. Hjelt þó enn áfram heim fyrir Stóragilið, svo Syðragilið og Ytragilið. Var þá ekki annað eftir en að fara ofan holtin og túnið, á að giska 400 metra leið. Nú sá jeg, að skepnan hvarf í lægðina ofan við höfð- ann í áttina til mín. Þorði jeg þá ekki lengra, og rjeð af að snúa til baka. — En þá mætti mjer annar vandi: Hvað átti jeg að gera við hestana með böggunum? — Mjer hafði oft verið sagt, að »láta ekki hestana standa undir, í öllum bænum«. Hjelt jeg það gæti máskje skaðað þá. Og þegar jeg mintist þess, að heybands- leiðin hinumegin i dalnum var alt að því helmingi lengri, þegar flutt var ofan á háls, þá ályktaði jeg, að hestar þyldu betur þungan gangandi en standandi. — Úrræðin urðu því að teyma aftur hestana á leið til föður míns. Gamli-gráni var i meira lagi tregur að snúa til baka með bagga sína. Gekk mjer því seint að draga hann. Og þegar jeg kom suður á Nesið og sá þangað, sem mjer þótti nú eina hjálp- arvonin vera, þá gleymdi jeg allri umhyggju fyrir hestunum, sleþti taumnum og hljóp í ofboði beint þangað, sem jeg vissi að faðir minn var að slá. — En heldur brá mjer í brún, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.