Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 74
72
Hlín
mjög af því, hve það væri ánægjulegt að búa þannig
heil hús fyrir ferðafjelögin eða sumarhús fyrir ein-
staklinga. — Með góðum fyrirvara ætti að vera hægt
að verða við sanngjörnum kröfum í þessu efni og verð-
ið þá einnig sanngjarnt.
Útsala á íslenskum heimilisiðnaði erlendis. — Það
hefur oft verið um það talað, að nauðsyn bæri til að
vinna að því, að íslenskri heimavinnu yrði komið á er-
lendan markað. — En hvað skal segja. — Það hefur
þegar verið sýnt fram á það, að við fullnægjum hvergi
nærri eftirspurninni heima fyrir. — Hvaða þýðingu
hefur það þá að teygja sig út fyrir pollinn eftir sölu?
Þar að auki eru ýmsir erfiðleikar um sölu erlendis.
Jeg gerði fyrir tveimur árum fyrirspurn til Sveins
Björnssonar, sendiherra, um markað í Danmörku, og
táldi hann á því ýms tormerki, meðal annars tollinn
á íslenskri tóvinnu (á 2. krónu á kg.). — Mjer er kunn-
ugt um það, bæði af brjefi sendiherrans og frá fleiri
stöðum, að Færeyingar senda og selja mjög mikið af
tóvöru til Danmerkur, ’og er sú vara seld svo ódýrt, að
það er fullljóst, að við getum alls ekki kept á þeim
vettvangi. — Hinar Norðurlandaþjóðirnar allar hafa
sjálfar svo mikla fjárrækt og svo mikinn heimilisiðnað,
að það liggur við, að það mætti teljast móðgun að fara
að bjóða þeim vörur hjeðan.
Ef til vill mætti selja eitthvað til Bretlands, en þar
eru Skotar (Hálendingar) og skosku eyjabúarnir fyrir
sem að líkindum fullnægja nokkuð þörfinni. Ekki er
það ómögulegt að Bandaríkjamenn geti tekið á móti
einhverju af ullarvinnu, en í Canada er þörfin áreiðan-
lega lítil, því þar er mjög mikil fjárrækt.
Það ætti að vera okkur metnaðarmál að fullnægja
öllum þörfum heima fyrir fyrst, og sjá svo þegar þar
að kemur hvað við getum gert í þessu efni með það
sem ekki fæst selt í lándinu sjálfu.