Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 106
104
Hlín
manna, erlendra, fyrir hin gullfallegu inniblóm sín. —
Alt virðist benda til þess, að ísland verði, áður lýkur,
hið mesta garðyrkjuland, og mun það gleðja alla góða
menn. —
Garðyrkjukona.
Uppeldisfræðsla.
Það er gleðilegt að sjá, að úr ýmsum áttum koma
óskir og kröfur um það, að uppeldisfræði verði kend í
skólum fyrir þroskuð ungmenni og þá sjerstaklega við
Húsmæðraskólana, Það ætti vissulega svo að vera, að
ungum stúlkum væri leiðbeint um uppeldismál, því
fyrir flestum liggur að uppala börn, og fyrir öllum að
umgangast börn meira og minna, og alt er þetta mikið
vandaverk.
Að sjálfsögðu þarf að fræða stúlkurnar um allar al-
mennar líkamlegar og fræðilegar uppeldisreglur og
skýra fyrir þeim sögu uppeldismála frá fyrstu tímum,
en sjerstaklega eru það hin kristilegu uppeldisáhrif,
sem þarna þurfa að koma til greina. — Margir kvarta
um það, að hin kristilegu áhrif heimilanna sjeu að
þverra. Þau áhrif, sem börnin verða fyrir af góðri og
guðhræddri móður, og sem hafa verið mörgum mann-
inum ómetanlega dýrmæt. — Fjöldamargt af mikil-
mennum heimsins, ekki síður en hinir minniháttar,
hafa látið svo um mælt, að það veganesti hafi enst sjer
til dauðans, gegnum freistingar og raunir.
Því er það sannarlega orð í tíma talað að veita ungu
stúlkunum, tilvonandi mæðrum þjóðarinnar, kristilega
uppeldisfræðslu. — Einn liður í þeirri fræðslu ætti að
sjálfsögðu að vera að lofa stúlkunum að kynnast „bók
bókanna“ —Heilagri ritningu — betur og rækilegar