Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 57
Hlín
55
Sigurfljóð dó hjá börnum sínum á Akureyri 18. jan-
úar 1935, farin að heilsu og kröftum. Hún var jörðuð
að Laufási í Höfðahverfi og talaði Ásmundur Gíslason,
prófastur að Hálsi, yfir moldum hennar, eftir ósk henn-
ar sjálfrar. Fjölmenni fylgdi henni til gralfar, langflest
ljósubörn hennar, þar var hið elsta 60 ára og hið yngsta
10 ára.
Sigurfljóð var litlu meira en meðalkona á vöxt, and-
litið ekki smáfrítt, svipurinn alvarlegur og stillilegur
og framkoman yfirlætislaus, en prúðmannleg. — Hún
var vel gefin að eðlisfari og fylgdist jafnan vel með
því sem gerðist. — Bar hún sjerstaklega gott skyn á
bundið mál og var mjög skemtilegt og fróðlegt að
tala við hana um þau efni. Þroski og skilningur voru
þar altaf samfara, las hún bækur og blöð fram að síð-
asta ári, en þá dvínaði sjón, svo að hún varð að mestu
leyti blind síðasta misserið.
Það er eins og það hvíli einhver birta og göfgi yfir
orðinu ljósmóðir. Enda eru minningarnar um hana
ljósu mína allar bjartar og ánægjulegar, og er gott að
rifja þær upp, og það ekki síður nú, þótt þrjú ár séu
liðin, síðan hún lagðist til hinstu hvíldar. — Og svo
mun ávalt verða framvegis, að holt og gott er hverjum
manni að kynnast störfum mikilhæfra og góðra þegna
í hverri stöðu sem er, og rekja fyrir sjer minningarnar
um þá.
Ritað í Janúar 1938.
B.