Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 77
Hlín
75:
Ætti að mega koma því þannig fyrir að hver sýsla og
hver bær sendi t. d. 15—20 stykki, er yrði sýnt í sjer-
deild sýningarinnar. — Sjerstök söludeild ætti og að
vera frá öllu landinu.
Sýning frá skólunum mundi marka tímamót í heim-
ilisiðnaði landsmanna, því áhrifin frá skólunum eru að
gerbreyta smekk manna og framkvæmdum 1 ullariðn-
aði t. d. — Alt fram að 1930 var öll gerð á heimavinnu
landsmanna runnin frá heimilunum að mestu leyti, án
áhrifa frá skólum, en þau 10 ár, sem síðan eru liðin, hafa
skólarnir haft mjög mikil áhrif á smekk manna og
verknað allan að því er heimavinnu snertir. — Það
sýnist því ekki fjarri lagi, að fá þarna rjetta og góða
mynd frá skólunum öllum í sameiningu. — Þjóðin
mundi margt af því læra, og um leið væri það holt
átak fyrir skólana sjálfa. Það væri mjög æskilegt, að
hjeraðsskólarnir sæju sjer fært að vera með í þessu
sýningarhaldi. — Vinna ungu mannanna er prýðileg
á mörgum stöðum, og átakið ætti einnig þar að vekja
áhuga og heilbrigðan metnað.
Heimsókn gesta frá Norðurlöndum 1940. — Árið 1940
er ráðgert að ísland fái heimsókn af forkólfum heimil-
isiðnaðarins á Norðurlöndum, pg að þing verði haldið
hjer samskonar og hafa verið haldin til skiftis á Norð-
urlöndum undanfarandi ár. — Búist er við að hvert
land sendi nokkra muni með til sýnis og samanburðar.
Þetta heimilisiðnaðarmál er mjög margþætt og má
margt um það ræða. — Það mun leysast á heppilegan
hátt með samtökum margra góðra manna, og nú virð-
ast allir góðir menn vera samtaka um að vera heimil-
isiðnaðinum hlyntir. — Frjettirnar, sem berast að
hvaðanæfa um framkvæmdir og störf, bera þess ljós-
astan vottinn að málið er vakandi og þroskast og þró-
ast eftir staðháttum og ástæðum á hverjum stað. Og
það er einmitt það hollasta og rjettasta. H. B.