Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 28
26
Hlín
vel upp að >húsinu til skjóls. Jeg heimsótti ung þarlend
hjón í einu þessu húsi s.l. vor, þau höfðu búið þarna
yfir veturinn og ljetu vel yfir bústaðnum. — Öllu var
mjög haganlega fyrirkomið. — Ameríkumenn eru snill-
ingar um alla tilhögun innanhúss. — Því er spáð, að
eftir nokkur ár muni þúsundir manna í Bandaríkjun-
um búa í „Trailers“ árið um kring. — Erfiðleikar eru
þegar farnir að gera vart við sig viðvíkjandi skóla-
göngu barnanna, þegar foreldrarnir flytja stað úr stað
oft á ári. — En hinir hugkvæmu Vestmenn munu sjá
ráð við því. — Ferðaprestar, sem fara milli fleiri safn-
aða í hinni miklu dreifingu, ferðast sumir í svona
vögnum og búa þar á ferðum sínum. (Annars hafa allir
prestar og trúboðar sjerstök hlunnindi á járnbrautun-
um vestra og sumir ferðast alveg frítt).
Canada járnbrautirnar tvær, sem liggja frá hafi til
hafs, með ótal hliðarlínum, voru á fyrstu árum afar-
mikið notaðar til fólks- og vöruflutninga, og græddu
stórfje. — Það mundi hafa þótt fyrirsögn, að þær yrðu
árlega reknar með stórtapi eins og nú er komið á dag-
inn. — Samkepnin við bílana er harðvítug. — Járn-
brautarstöðvar eru með 12—14 km. millibili. Við hverja
stöð hefur smásaman myndast dálítill bær. Þar búa
stanfsmenn við stöðina, pósthús er reist o. s. frv. — í
þessum smábæjum býr fjöldi íslendinga: Verslunar-
menn, kennarar, iðnaðarmenn, og nokkrir þeirra eru
einnig lögmenn, prestar, læknar. — Upprunalega stund-
uðu landarnir búskap, sjómensku eða daglaunavinnu,
en þegar þeir fóru að afla sjer meiri mentunar, fjölg-
uðu viðfangsefnin. — Nú er varla sá bær til, stór eða
lítill, að þar sjeu ekki íslendingar, og oftast í áberandi
stöðu eða láta til sín taka á einhvern hátt.
Það sem einkennir þá bæi vestra, sem eru bygðir á
síðustu 60—70 árum, eins og t. d. Winnipeg og marga
af stórbæjunum vestur við hafið svo og brautarbæina,