Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 83
81
Hlín
um fyrir kirkju og kristindóm, fyrir íslenska tungu og
hverskonar þjóðrækni verður aldrei fullþakkað nje
metið sem skyldi.
Á nær því hverju einasta heimili hjer vestra, bæði í
bæjum og sveitum, á svokölluðum nýtískuheimilum og
á hinum sem halda eldri siðum, sjer maður fjölmargt
heimaunnið: Heklað, saumað eða prjónað: Sessur, dúka
eða hlífar, hengi allskonar og gluggablæjur úr ódýru
og fallegu efni, handtöskur margskonar og ýmislegt til
rúmfatnaðar. Ekki sjerlega fínt, en smekklegt og tild-
urlaust, svo það þolir vel hnjask daglega lífsins.
(„Stássstofur“ eru hjer ekki til, sem betur fer).
Mikið er um heimagerðar flosmottur, bæði við dyr
og framanvið rúm, prýðilega mjúkar, sterkar og smekk-
legar. Eru þessar mottur gerðar úr uppgjafa silkisokk-
um eða nærfötum, eða úr bandi og sumir gera þær
jafnvel úr lopa, lita ullina allavega fyrst. Flosað er í
grind í sterkan striga með sjerstakri nál eða heklunál,
munstrið dregið á strigann. Þessi teppagerð er eitt af
því, sem umferðakennararnir leiðbeindu um.
Þá er mikið um prjónaðan og heklaðan klæðnað:
kjóla, vesti, húfur, vetlinga, trefla o. s. frv.
Mikið þótti íslendingunum gaman að skoða handa-
vinnuna, sem jeg hafði meðferðis að heiman (fjöldi af
þarlendu fólki átti líka kost á að sjá sýningarnar, bæði
í fjölmennum fjelögum og skólum og hafa allir lokið
miklu lofsorði á vinnubrögðin). íslensku konurnar dáð-
ust að ullinni, sem jeg hafði meðferðis, og varð þeim
mörgum að orði: — „Margt fallegt gætum við unnið úr
ull, ef við hefðum svona ull“. En sýnishornin voru
heldur ekki valin af verri endanum, eins og nærri má
geta.
6