Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 94
92
Hlin
við annan, því þar á veltur alt um gott útlit. Það hefur
í rauninni meiri þýðingu en gott band og góður vefn-
aður, þó það alt ætti helst að fara saman. -— Því miður
er ekki hægt að gefa fólki uppskrift um liti, svo að
gagni komi, en það má benda á það sem staðreynd, að
það eru litirnir, sem mest hafa skemt fyrir seinni tíma
íslenskum vefnaði. Áður fyr var jurtalitur notaður og
hann er það besta; sem hægt er að fá.*)
Vefari.
Heilbrigðismál.
Heilsuverndun.
Stuttur útdráttur úr erindi, er Jóh. Þorkelsson hjeraðslæknir flutti
að Laugalandi á Sambandsfundi norðlenskra kvenna 28. júní 1938.
Síðasta mannsaldurinn, og þó einkum nú allra síð-
ustu árin, hefur sú grein læknisfræðinnar, sem nefnd
er heilbrigðisfræði (præventiv Mædicini) aukist og
margfaldast miklu meira en nokkru sinni áður, og það
af þeim eðlilegu ástæðum, að öllum þorra lækna og
leikmanna er orðið það ljóst, að draga má allverulega
úr krankleik og heilsubresti manna með hollu matar-
æði, góðu húsnæði, bættum vinnuskilyrðum, og ótal
öðrum þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið og ver-
ið er að gera víðast í menningarlöndunum.
Ljósasti votturinn um árangur þessarar auknu heil-
brigðisstarfsemi er sá, að á síðastliðnum 100 árum héf-
ur meðalaldur fólksins í flestum löndum Evrópu hækk-
að um 10—20 ár og ungbarnadauðinn minkað svo stór-
*) Laglega ábreiðu hef jeg sjeð ofna í óbleikta tvistuppistöðu,
með ívafi úr sama, en rautt ullarband munsturbandið,