Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 84
82
Hlín
Það eru tiltölulega lítið notaðar vjelar til að
flýta fyrir við heimilisiðnaðinn. Þó eru fótstignar
saumavjelar nær því á hverju heimili. Eins og jeg áð-
ur tók fram, kemba margir heima í stað þess að senda
í kembivjelar. í einni íslensku bygðinni gisti jeg hjá
gömlum hjónum, bóndinn var um áttrætt, hann kembdi
fyrir konurnar í bygðarlaginu og tók 20 cent (kr. 0.90)
á pundið, þær vildu heldur versla við hann en kembi-
vjelarnar, sagði hann, því þá voru þær vissar um að fá
sína eigin ull aftur. Þessi gamli maður hafði fengið sjer
mjög einfalt kembiverk, sem hann bauð mjer að sjá í
kjallara sínum. Vjelin kembdi ullina í nokkufskonar
lopa, kostaði með öllum útbúnaði 13 dollara (önnur
stærri fæst á 39 dollara). Þessar litlu kembivjelar sá
jeg víðar hjá löndum og höfðu allir fengið þær hjá
Sifton Spinning Factory, Sifton, Manitoba, Can. Vjel-
in var ekki ólík hverfisteini og snúið með handafli.
Út úr „steininum“ voru tennur, sem skiftu ullinni í
lopa, en flókna ull sagðist gamli maðurinn þurfa að
kemba í stólkömbum áður og hafði hann þá þar við
hendina. Að þessu vann gamli maðurinn 1 30 stiga hita
(Celsius), en kaldara var niðri í kjallaranum og þar
svalt og gott vinnuherbergi. Jeg vaknaði við kembing-
arhljóðið, og trúði varla mínum eigin eyrum. Allir,
sem nota þessar vjelar vestra láta vel af þeim, segja að
það sje bæði fljótlegra og ljettara verk að kemba í
þeim en vanalegum kömbum.*
Prjónavjelar eru, eins og áður er sagt, fátíðar á heim-
ilum, nema hringvjelar, stóru flatvjelarnar þykja dýr-
ar. Einstaka kona hefur komið með notaða vjel að
heiman og hefur haft góða atvinnu af prjóni.
Handspunavjelar eru ekki þektar hjer meðal landa,
* Jeg hafði eina af þessnni Iitiu vjeluni með nijer hingað heim
til reynslu. Ritstj.